Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 17:13 Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga. Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Orku náttúrunnar sem fréttastofu barst fyrr í dag segist fyrirtækið að ávallt hafa haldið vatnshæð Skorradalsvatns innan þeirra marka sem Orkustofnun hefur sett um hæstu leyfilegu vatnshæð. ON hafi auk þess sett sér lægri mörk en opinberar kröfur segja til um vegna lífríkisins við vatnið og til að koma til móts við íbúa og sumarhúsaeigendur við Skorradalsvatn. Yfirlýsingin kemur í kjölfar frétta Stöðvar 2 þar sem rætt var við landeiganda í Skorradal. Sá sagði ON ekki efna gefin loforð um að tryggt yrði að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns færi ekki yfir leyfileg mörk. Í yfirlýsingunni segir að á vorin sé unnið eftir samkomulagi sem gert hafi verið við heimafólk á svæðinu um að lækka vatnshæð fyrr en ella til þess að búið verði að ná sumarhæð þann 15. maí. „En náttúran getur spilað þar stór hlutverk og erfitt getur verið að ráða við leysingar sem valda miklum vatnavöxtum, líkt og gerðist í vikunni og var tilefni fréttarinnar. Þá getur tímabundið hækkað lítillega aftur en vegna þess að brugðist var hratt við leysingunum þegar viðvaranir frá vöktunarkerfum ON bárust, þá tókst að halda vatninu innan þeirra marka sem fyrirtækið hefur sett sér,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ON hafi lagt sig fram um að starfa í sátt við samfélagið í Skorradal og komi til með að gera það áfram. Haft hafi verið samband við fulltrúa fólks í dalnum til þess að fara yfir málið. Þá verði skoðað hvort hægt sé að bregðast fyrr við hækkun vatnsborðsins og koma þannig í veg fyrir sveiflur vatnshæðarinnar, eins og þeirra sem urðu í vikunni. Í tilkynningunni segir að þær sveiflur megi rekja til mikilla leysinga á svæðinu síðustu daga.
Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. 20. apríl 2019 18:37