Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2019 13:58 Íbúðarhúsnæði í Trípólí sem orðið hefur fyrir flugskeitaárás. Getty/Hazem Turkia Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi. Líbía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar. Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum. Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð. Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga. Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí. Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur. Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri. Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi.
Líbía Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira