Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2019 22:00 Flugvélin "That's All, Brother" var forystuvél innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Ferð sex annarra stríðsþrista yfir Atlantshafið hefur hins vegar gengið skrykkjótt í dag vegna ísingar milli Labrador og Grænlands en engu að síður er vonast til að þeir komist til Íslands innan sólarhrings. Fjallað var um þessa sögufrægu flugvél í fréttum Stöðvar 2. Hún ber gæluheitið „That's All, Brother" en vélin neyddist til að lenda í Keflavík laust fyrir miðnætti í gærkvöldi þar sem hún náði ekki inn fyrir lokunartíma Reykjavíkurflugvallar klukkan 23. Henni var svo flogið yfir til Reykjavíkur í dag þar sem hún lenti í hádeginu.Flugstjórinn Tom Travis á spjalli við Stöðvar 2-menn í flugstjórnarklefanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fimm manna áhöfn er um borð og flugstjórinn Tom Travis segir það bæði heiður og forréttindi að fá að fljúga svo sögufrægri vél. „Þessi flugvél var forystuvél á D-daginn. Hún fór fyrir 800 flugvélum inn yfir Frakkland 6. júní 1944,“ segir Tom Travis. „Þetta er þjóðargersemi. Hún er sennilega sögulega markverðasta flugvél sem enn flýgur. Elona Gay og Boxcar-vélarnar eru á söfnum, Spirit of St. Louis er á safni og henni er ekki flogið lengur. Þessari er enn flogið. Svo þetta er sennilega markverðasta flugvél sem enn er flogið,“ segir flugstjórinn.Flugstjórinn segir vélina þjóðargersemi. Áhöfninni var synjað um undanþágu til lendingar í Reykjavík eftir næturlokun flugvallarins í gærkvöldi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vegna tafa við eldsneytistöku á Grænlandi seinkaði komutíma hennar fram inn í næturlokun Reykjavíkurflugvallar. Það hefir vakið gremju meðal flugáhugamanna að vélinni skyldi samt synjað um undanþágu sem sótt var um til lendingar í Reykjavík í gærkvöldi. Samgöngustofa segist hvorki veita né synja óskum um slíkar undanþágur, heldur séu það rekstraraðilar flugvalla, í þessu tilviki Isavia, og vísar þangað um svör. Frá Isavia fengust þær skýringar að áhöfninni hefði verið tilkynnt að sækja þyrfti um undanþágu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til að sveigja hávaðareglur borgarinnar og hafi áhöfninni verið tjáð að slík undanþága fengist ekki í tæka tíð. „Við gátum ekki lent hérna því yfirvöld lokuðu flugvellinum. Svo við urðum að fara annað.“ -Voru það vonbrigði? „Já, svo sannarlega. En svona er lífið. Stundum er þetta svona,“ segir Tom Travis. Eldsneyti dælt á vélina í Reykjavík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15 Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Stórviðburður í Reykjavík á morgun fyrir flugáhugamenn Ellefu flugvélar frá árum síðari heimstyrjaldarinnar eru væntanlegar í hópflugi til Reykjavíkur síðdegis á morgun, mánudag. Fyrir flugáhugamenn er þetta sannkallaður hvalreki. 19. maí 2019 21:15
Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí. 20. maí 2019 23:15