Snemmtæk íhlutun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2019 08:15 Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun