YouTube-stjarna þvertekur fyrir að vera dýraníðingur eftir umdeilt myndband Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 21:00 Brooke Houts og hundurinn Sphinx. Skjáskot Margir netverjar hafa gagnrýnt YouTube-stjörnuna Brooke Houts eftir að hún birti myndband af sér og Doberman-hundi sínum á síðunni sinni. Houts er með hátt í fjögur hundruð þúsund fylgjendur á YouTube þar sem hún birtir svokölluð myndbandsblogg. BBC greinir frá. Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir. „Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.To everyone who has been commenting on my social media as of recently: pic.twitter.com/gnxUbfVHdf — b (@brookehouts) August 7, 2019 Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform. — PETA (@peta) August 7, 2019 Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Margir netverjar hafa gagnrýnt YouTube-stjörnuna Brooke Houts eftir að hún birti myndband af sér og Doberman-hundi sínum á síðunni sinni. Houts er með hátt í fjögur hundruð þúsund fylgjendur á YouTube þar sem hún birtir svokölluð myndbandsblogg. BBC greinir frá. Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir. „Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.To everyone who has been commenting on my social media as of recently: pic.twitter.com/gnxUbfVHdf — b (@brookehouts) August 7, 2019 Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform. — PETA (@peta) August 7, 2019
Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira