Hótelstjórum stillt upp við vegg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Allt að 90 prósent viðskipta íslenskra hótela fara í gegnum erlendar bókunarþjónustur. Nordicphotos/Getty Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Hótelstjórar eru mjög ósáttir við háar söluþóknanir bókunarsíðnanna Booking og Expedia. Þeir eru þó háðir þeim að miklu leyti. Framkvæmdastjóri SAF segir að séríslensk bókunarsíða hafi komið til tals. Fréttablaðið hafði samband við nokkra hótelstjóra í Reykjavík, á Akureyri og Suðurlandi sem greiða 15 til 20 prósent sölulaun fyrir hverja bókun hjá Booking og Expedia. Vegna viðskiptalegra hagsmuna treystu þeir sér ekki til að koma fram undir nafni en ljóst er að háar söluþóknanir leggjast mjög þungt í þá. „Okkur er stillt upp við vegg,“ segir hótelstjóri sem rekur lítið hótel á Suðurlandi. „Fyrstu árin var ég að greiða 20 prósent af hverri bókun og var að gefast upp. Þetta var ekki að reka sig.“ Hann segist vera háður bókunum einstaklinga því að hópbókanir á vegum ferðaskrifstofa hafi ekki verið nægilega áreiðanlegar. Nú fari á bilinu 80 til 90 prósent viðskiptanna í gegnum bókunarsíðurnar. Um tíma ákvað hótelstjórinn að fara í lægstu þjónustuleið, og 15 prósenta sölulaun, en þá voru auglýsingar hans færðar neðar á leitarsíðurnar. Ákvað hann því að fara aftur í dýrari þjónustuna en greiðir nú 18 prósent. „Þeir hafa algjört hreðjatak á okkur,“ segir hann. Hótelstjóri sem rekur meðalstórt hótel á Akureyri segist greiða 15 prósenta sölulaun. „Það er nógu ógeðslega mikið. Svo ef maður auglýsir verð á eigin vefsíðu, sem er lægra en hjá þeim, þá setja þeir okkur neðar á leitarsíðunni. Þeir eru mjög fljótir að refsa,“ segir hann. „Þessi háu sölulaun hafa verið rædd í langan tíma án ásættanlegrar niðurstöðu,“ segir hótelstjóri í Reykjavík. „Hótelstjórar hafa staðið upp á fundum og bent á fílinn í herberginu.“ Bendir hann á að erlendis greiði hótel allt niður í 12 prósenta sölulaun. „Þeir virðast komast upp með að rukka meira hérna.“ Evrópusambandið hefur gefið út viðvaranir um að Booking.com sé markaðsráðandi fyrirtæki og erfitt sé að snúa þróuninni við. Árið 2017 reyndu tyrknesk yfirvöld að stöðva bókanir fyrirtækisins þar í landi en enn geta útlendingar pantað tyrknesk hótelherbergi. Umsvif Expedia eru minni en fyrirtækið hefur verið að sækja í sig veðrið.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.„Þetta eru háar söluþóknanir og þær eru að éta töluvert fjármagn innan úr fyrirtækjunum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bendir hann þó á að fólk verði að skoða hver markaðskostnaðurinn væri fyrir að fá viðskiptin inn á annan hátt. Alvarlegast í málinu að mati Jóhannesar er hversu háð íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru bókunarþjónustum og því tómt mál að losna alfarið undan þeim. „Sniðganga þessara aðila myndi hafa víðtæk áhrif mjög hratt á alla ferðaþjónustuna.“ Jóhannes segir að til tals hafi komið að setja upp sérstakt bókunarkerfi fyrir Ísland, síðast hjá Ferðamálastofu síðastliðið haust. „Þá kemur alltaf upp spurningin: Hver á að borga fyrir bókunarvélina og markaðssetningu? Þetta er stærra mál en það hljómar,“ segir Jóhannes og bendir á að Booking og Expedia hjálpi einnig ferðaþjónustufyrirtækjum að auglýsa sig.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira