Þurfa ekki að svara kröfubréfum frá þýsku fyrirtæki Ari Brynjólfsson skrifar 8. ágúst 2019 07:30 Bréf VRE til lítils fyrirtækis hefði kostað mikið fé ef því hefði verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Bréf hafa verið send á fyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru krafin um að gefa upp virðisaukaskattsnúmer í tengslum við persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Ekki eru þekkt dæmi um að fyrirtæki hér á landi hafi svarað bréfum af þessu tagi, en eigandi lítils fyrirtækis í Reykjavík sem Fréttablaðið ræddi við segist hafa talið í fyrstu að þetta væri frá opinberum aðila. Fyrirtækið sem sendi það bréf heitir VRE og er með aðsetur í Hamborg í Þýskalandi. Í smáa letrinu kemur fram að með því að svara bréfinu skuldbindur viðkomandi fyrirtæki sig til að greiða 711 evrur, eða rúmar 97 þúsund krónur, árlega í þrjú ár og þarf að senda skriflega uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara. Persónuvernd kannast ekki við málið og segir skráningu af þessu tagi ekki tengjast lögum um persónuvernd. „Upplýsingar um fyrirtæki, einar og sér, heyra þannig almennt ekki undir persónuverndarlöggjöfina,“ segir í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Eins og fram kemur í bréfinu sjálfu er skráin sem um ræðir ekki tengd Evrópusambandinu. Veffangið sem gefið er upp endar vissulega á .eu, en það getur hver sem er orðið sér úti um það.“ Monika Ziegelmüller, stjórnandi VRE, segir málið mjög einfalt. „Við sendum bréf á valin fyrirtæki sem við höfum upplýsingar um.“ Aðspurð hvað fyrirtæki fái fyrir að greiða þeim 711 evrur segir Ziegelmüller að þau fái skráningu hjá VRE. „Við birtum nafn fyrirtækisins á vefnum okkar, einnig skjáskot af heimasíðunni þeirra. Við erum ekki opinber stofnun, fyrirtæki þurfa ekki að taka þátt, ef þau vilja ekki taka þátt þá geta þau hundsað bréf frá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira