Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 23:04 E Jean Carroll segir Donald Trump hafa nauðgað henni um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira