Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2019 14:30 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir standa öll, sem og aðrir flokksmenn, frammi fyrir flókinni og erfiðri stöðu. vísir/vilhelm Upp er að renna ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins. Draga mun til tíðinda í haust, hvernig sem allt velkist og fer. Flokkurinn er við að liðast í sundur og sumarfrí þingmanna og þeirra sem vilja þétta raðir og halda mannskapnum saman fer í fundi smáa sem stóra með flokksmönnum þar sem málin eru rædd fram og til baka. Einn áhrifamanna innan flokksins, sem Vísir ræddi við, segir það ekkert launungarmál að flokksmenn standi frammi fyrir miklum vanda. Ekki sé hægt að búa við ástand sem þetta.Flokksráðfundur, afmælisgrín og kvöldskemmtun Á síðu flokksins má finna stutta tilkynningu sem lætur lítið yfir sér: Flokksráðsfundur, málþing og kvöldskemmtun. „Hinn 14. september nk. er fyrirhugað að sjálfstæðismenn af landinu öllu fagni 90 ára afmæli flokksins saman með málþingi, flokksráðsfundi og kvöldskemmtun sem nánar verður auglýst síðar.“Djúp, undirliggjandi gremja í garð flokksforystunnar birtist í skrifum Davíðs. Þó orkupakkamálið sé birtingarmynd þeirrar gremju er hún flóknari.Samkvæmt heimildum Vísis munu einhverjir formenn aðildarfélaga hafa farið fram á að haldinn yrði flokkráðsfundur áður en til kemur að orkupakkamálið verði rætt í þingstubbi sem boðað hefur verið til vegna kröfu Miðflokksins. Hugmyndin var að setja Bjarna stólinn fyrir dyrnar, að flokkurinn breytti um afstöðu til orkupakkans eða hópur manna gengi á dyr.Samkvæmt lögum flokksins geta 20 manns krafist þess að flokksráðsfundur sé haldinn. Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Valhöll kom með krók á móti bragði og boðaði til þess fundar eftir að umræðan um orkupakkann hefur farið fram.Telja víst að Bjarni hætti í haust Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum hinna óánægðu, að í haust muni Bjarni Benediktsson formaður flokksins stíga til hliðar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Hin megna óánægja sem birtist meðal annars í skrifum Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins hverfist um orkupakkamálið. Þó þeir sem berjast nú fyrir því að þétta raðirnar skilji ekki hvernig það má verða.Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni.Orkupakkinn sé algjört aukaatriði og ef þeir hinir óánægðu vilja alfarið slíta samskiptum við Evrópusambandið, slíta EES-samningnum og reyna fyrir sér í hinum stóra heimi þá með viðskiptasamningum við Bandaríkin og Kína, eigi menn bara að segja það hreint út. Talið er að það hljóti eitthvað meira að hanga á spýtunni en menn eiga erfitt með að skilja hina miklu gremja sem leiddi til úrsagnar Bolla Kristinssonar, sem er stór fiskur í Sjálfstæðisflokkstjörninni, og fleiri áhrifamikilla manna úr viðskiptalífinu.Rætur gremjunnar liggja víða Þannig má segja að þó birtingarmynd óánægjunnar sé orkupakkinn þá liggja rætur gremjunnar víða. Til að mynda í því, eins og Bolli sjálfur nefndi, að flokkurinn sé að skreppa saman undir forystu Bjarna Benediktssonar. Bolli telur ef ekkert verði að gert muni Sjálfstæðisflokkurinn verða 15 prósenta flokkur. Það svo þýðir fyrirsjáanlega að hann hefur ekki bolmagn til að verja tiltekna hagsmuni og sjónarmið. Gremjan beinist þannig fyrst og fremst að Bjarna og með því að færa áðurnefndan flokksráðsfund aftur fyrir þingumræðuna, og svo með samþykkt orkupakkans sem að er stefnt, þá leggur hann allt undir. Þrýstingur á hann hefur aukist jafnt og þétt og þetta með að tímasetja flokkráðsfund eftir umræðuna á þingi, blanda honum saman við kvöldskemmtun og afmælisfögnuð, er ekki til þess fallið að gera hann óumdeildari. Það er búið að halda upp á afmælið, segir einn heimildarmanna Vísis úr röðum hinna óánægðu. Þeir telja víst að Bjarni sé búinn að missa áhuga á pólitíkinni og muni glaður hverfa frá, en þó ekki fyrr en búið er að ganga frá málum sem snúa að tilteknum sérhagsmunum. Þar er orkupakkinn nefndur og sala bankanna.Eins og sjá má hér ofar (Frá 01:40.) bar fréttastofa Stöðvar 2 þetta einfaldlega undir Bjarna sjálfan, sögusagnir þess efnis að hann væri á förum, þegar flokkurinn hélt upp á 90 ára afmæli sitt í lok maí. Bjarni taldi það af og frá þá og sagðist ekki leggja sig eftir kjaftasögum. En, víst er að andstæðingar hans gefa ekkert fyrir þessi orð hans.Hugsanlegir arftakar Bjarna En, svo langt eru þessar bollaleggingar komnar, svo sannfærðir eru margir innan flokks að tími Bjarna sé liðinn, hvort sem það er óskhyggja eða eitthvað annað, að þeir eru þegar farnir að horfa til þess hver verði arftaki Bjarna á formannsstóli. Meðan hinir óánægðu telja Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, best til þess fallna að taka við – hún sé mesti prinsippmaðurinn í hópnum - eru þeir sem vilja berjast fyrir því að flokkurinn eigi breiða skírskotun hana slæman kost.Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nefnd sem sú eina sem hinir óánægðu geti sætt sig við meðan aðrir benda á að hún myndi enn þrengja stöðu flokksins.FBL/ErnirHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var lengi vel vonarstjarna. Hann þótti standa sig vel í kjaraviðræðum; hann er sagður eiga vísan stuðning Bjarna og talinn góður kostur sem málamiðlun. En, eftir því sem næst verður komist hefur Halldór ekki sýnt því mikinn áhuga. Þá eru eftir á blaði, sem hugsanlegir næstu formenn flokksins vitaskuld þau Þórdís Kolbrún varaformaður sem og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem mun lengi hafa stefnt að því að leiða flokkinn. Víst er að Guðlaugur Þór á mikið bakland innan Sjálfstæðisflokksins og hefur unnið að því árum saman að rækta það. En, bæði Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór eiga ekkert inni hjá þeim hinum óánægðu, vegna afstöðu þeirra í orkupakkamálinu. Og samkvæmt því sem Vísir heyrir á Guðlaugur Þór ekki vísan stuðning Bjarna Benediktssonar.Ráðherrakapall flækir stöðuna Meðan öllu þessu fer fram liggur fyrir að Þórdís Kolbrún gegnir embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða. Einkum eru það tveir úr þingliðinu sem berjast um þann stól, sem eru þau Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði hafa lýst yfir áhuga sínum, Brynjar mun telja að eðlilegt sé að hann muni taka við ráðuneytinu af ýmsum ástæðum en Áslaug Arna er ritari flokksins og hún skírskotar til kynjasjónarmiða; að eðlilegt sé að kona setjist í ríkisstjórn. En, sú var einmitt ástæðan fyrir því að Sigríður Á. Andersen varð dómsmálaráðherra á sínum tíma. Hér er því eitt og annað sem stangast á annars horn og fyrirliggjandi að staðan innan Sjálfstæðisflokksins, þessa burðarás hins íslenska flokkakerfis, er afar flókin. En, Bjarni hefur sýnt það í sinni tíð, sem spannar nú rúman áratug, að hann er enginn aukvisi þegar hin pólitíska refskák er annars vegar. Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Upp er að renna ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins. Draga mun til tíðinda í haust, hvernig sem allt velkist og fer. Flokkurinn er við að liðast í sundur og sumarfrí þingmanna og þeirra sem vilja þétta raðir og halda mannskapnum saman fer í fundi smáa sem stóra með flokksmönnum þar sem málin eru rædd fram og til baka. Einn áhrifamanna innan flokksins, sem Vísir ræddi við, segir það ekkert launungarmál að flokksmenn standi frammi fyrir miklum vanda. Ekki sé hægt að búa við ástand sem þetta.Flokksráðfundur, afmælisgrín og kvöldskemmtun Á síðu flokksins má finna stutta tilkynningu sem lætur lítið yfir sér: Flokksráðsfundur, málþing og kvöldskemmtun. „Hinn 14. september nk. er fyrirhugað að sjálfstæðismenn af landinu öllu fagni 90 ára afmæli flokksins saman með málþingi, flokksráðsfundi og kvöldskemmtun sem nánar verður auglýst síðar.“Djúp, undirliggjandi gremja í garð flokksforystunnar birtist í skrifum Davíðs. Þó orkupakkamálið sé birtingarmynd þeirrar gremju er hún flóknari.Samkvæmt heimildum Vísis munu einhverjir formenn aðildarfélaga hafa farið fram á að haldinn yrði flokkráðsfundur áður en til kemur að orkupakkamálið verði rætt í þingstubbi sem boðað hefur verið til vegna kröfu Miðflokksins. Hugmyndin var að setja Bjarna stólinn fyrir dyrnar, að flokkurinn breytti um afstöðu til orkupakkans eða hópur manna gengi á dyr.Samkvæmt lögum flokksins geta 20 manns krafist þess að flokksráðsfundur sé haldinn. Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Valhöll kom með krók á móti bragði og boðaði til þess fundar eftir að umræðan um orkupakkann hefur farið fram.Telja víst að Bjarni hætti í haust Fullyrt hefur verið í eyru blaðamanns Vísis, úr röðum hinna óánægðu, að í haust muni Bjarni Benediktsson formaður flokksins stíga til hliðar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, taka við sem formaður fram að Landsfundi sem haldinn verður að ári. Þá verði nýr formaður kosinn. Hin megna óánægja sem birtist meðal annars í skrifum Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins hverfist um orkupakkamálið. Þó þeir sem berjast nú fyrir því að þétta raðirnar skilji ekki hvernig það má verða.Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni.Orkupakkinn sé algjört aukaatriði og ef þeir hinir óánægðu vilja alfarið slíta samskiptum við Evrópusambandið, slíta EES-samningnum og reyna fyrir sér í hinum stóra heimi þá með viðskiptasamningum við Bandaríkin og Kína, eigi menn bara að segja það hreint út. Talið er að það hljóti eitthvað meira að hanga á spýtunni en menn eiga erfitt með að skilja hina miklu gremja sem leiddi til úrsagnar Bolla Kristinssonar, sem er stór fiskur í Sjálfstæðisflokkstjörninni, og fleiri áhrifamikilla manna úr viðskiptalífinu.Rætur gremjunnar liggja víða Þannig má segja að þó birtingarmynd óánægjunnar sé orkupakkinn þá liggja rætur gremjunnar víða. Til að mynda í því, eins og Bolli sjálfur nefndi, að flokkurinn sé að skreppa saman undir forystu Bjarna Benediktssonar. Bolli telur ef ekkert verði að gert muni Sjálfstæðisflokkurinn verða 15 prósenta flokkur. Það svo þýðir fyrirsjáanlega að hann hefur ekki bolmagn til að verja tiltekna hagsmuni og sjónarmið. Gremjan beinist þannig fyrst og fremst að Bjarna og með því að færa áðurnefndan flokksráðsfund aftur fyrir þingumræðuna, og svo með samþykkt orkupakkans sem að er stefnt, þá leggur hann allt undir. Þrýstingur á hann hefur aukist jafnt og þétt og þetta með að tímasetja flokkráðsfund eftir umræðuna á þingi, blanda honum saman við kvöldskemmtun og afmælisfögnuð, er ekki til þess fallið að gera hann óumdeildari. Það er búið að halda upp á afmælið, segir einn heimildarmanna Vísis úr röðum hinna óánægðu. Þeir telja víst að Bjarni sé búinn að missa áhuga á pólitíkinni og muni glaður hverfa frá, en þó ekki fyrr en búið er að ganga frá málum sem snúa að tilteknum sérhagsmunum. Þar er orkupakkinn nefndur og sala bankanna.Eins og sjá má hér ofar (Frá 01:40.) bar fréttastofa Stöðvar 2 þetta einfaldlega undir Bjarna sjálfan, sögusagnir þess efnis að hann væri á förum, þegar flokkurinn hélt upp á 90 ára afmæli sitt í lok maí. Bjarni taldi það af og frá þá og sagðist ekki leggja sig eftir kjaftasögum. En, víst er að andstæðingar hans gefa ekkert fyrir þessi orð hans.Hugsanlegir arftakar Bjarna En, svo langt eru þessar bollaleggingar komnar, svo sannfærðir eru margir innan flokks að tími Bjarna sé liðinn, hvort sem það er óskhyggja eða eitthvað annað, að þeir eru þegar farnir að horfa til þess hver verði arftaki Bjarna á formannsstóli. Meðan hinir óánægðu telja Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, best til þess fallna að taka við – hún sé mesti prinsippmaðurinn í hópnum - eru þeir sem vilja berjast fyrir því að flokkurinn eigi breiða skírskotun hana slæman kost.Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nefnd sem sú eina sem hinir óánægðu geti sætt sig við meðan aðrir benda á að hún myndi enn þrengja stöðu flokksins.FBL/ErnirHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var lengi vel vonarstjarna. Hann þótti standa sig vel í kjaraviðræðum; hann er sagður eiga vísan stuðning Bjarna og talinn góður kostur sem málamiðlun. En, eftir því sem næst verður komist hefur Halldór ekki sýnt því mikinn áhuga. Þá eru eftir á blaði, sem hugsanlegir næstu formenn flokksins vitaskuld þau Þórdís Kolbrún varaformaður sem og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem mun lengi hafa stefnt að því að leiða flokkinn. Víst er að Guðlaugur Þór á mikið bakland innan Sjálfstæðisflokksins og hefur unnið að því árum saman að rækta það. En, bæði Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór eiga ekkert inni hjá þeim hinum óánægðu, vegna afstöðu þeirra í orkupakkamálinu. Og samkvæmt því sem Vísir heyrir á Guðlaugur Þór ekki vísan stuðning Bjarna Benediktssonar.Ráðherrakapall flækir stöðuna Meðan öllu þessu fer fram liggur fyrir að Þórdís Kolbrún gegnir embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða. Einkum eru það tveir úr þingliðinu sem berjast um þann stól, sem eru þau Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði hafa lýst yfir áhuga sínum, Brynjar mun telja að eðlilegt sé að hann muni taka við ráðuneytinu af ýmsum ástæðum en Áslaug Arna er ritari flokksins og hún skírskotar til kynjasjónarmiða; að eðlilegt sé að kona setjist í ríkisstjórn. En, sú var einmitt ástæðan fyrir því að Sigríður Á. Andersen varð dómsmálaráðherra á sínum tíma. Hér er því eitt og annað sem stangast á annars horn og fyrirliggjandi að staðan innan Sjálfstæðisflokksins, þessa burðarás hins íslenska flokkakerfis, er afar flókin. En, Bjarni hefur sýnt það í sinni tíð, sem spannar nú rúman áratug, að hann er enginn aukvisi þegar hin pólitíska refskák er annars vegar.
Fréttaskýringar Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. 20. júní 2019 10:47
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32