Sex lík hafa fundist úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 13:33 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. EPA/ARHT Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt. Einn lést vegna brunasára í nótt og eru 31 á sjúkrahúsi. Þar af eru einhverjir alvarlega særðir. Átta til viðbótar er þó enn saknað og er talið að þau séu öll látin. Mögulegt er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem fluttu fólk út í Hvítu eyjuna svokölluðu, eða Whakaari, verði ákærð fyrir manndráp. Lögreglan tilkynnti í nótt að glæparannsókn yrði hafin en dró það til baka. 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust og jós eldfjallið heitri gufu, ösku og grjóti í allar áttir. Vitað er, samkvæmt New Zealand Herald, að 24 voru frá Ástralíu, níu frá Bandaríkjunum, fimm frá Nýja-Sjálandi, fjórir frá Þýskalandi, tveir frá Kína og einn frá Malasíu. Af þessum 47 komu 38 til eyjunnar með skemmtiferðaskipinu Ovation of the Seas.Einhverjir virðast hafa farið til eyjunnar með þyrlu, sem er þar enn. Enn er of hættulegt fyrir björgunaraðila að fara á land en eftirlitsflug vísar til þess að enginn sé lifandi þar. Samkvæmt TVNZ hafa sex lík fundist úr lofti en enn er leitað að tveimur til viðbótar. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki verið bætt við staðfesta tölu látinna.Eyjan öll er hulin ösku og eiturgufum. ABC News í Ástralíu ræddu við sérfræðing um Whakaari og eldgosið. Einn leiðsögumaður hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann sneri aftur til eyjunnar eftir að eldgosið hófst og bjargaði þaðan um tuttugu manns. Yfirmaður leiðsögumannsins ræddi við TVNZ og frá því hvernig leiðsögumaðurinn, sem heitir Paul Kingi, sagði honum frá atvikinu.Kingi fór á slöngubát til eyjunnar og að eldfjallinu og fylgdi fólki aftur um borð í bátinn. Að endingu var Kingi orðinn áhyggjusamur um eigið öryggi, og þá sérstaklega vegna þess hve erfitt var orðið að anda á eyjunni, þegar hann sá einn mann til viðbótar. Sá lá undir nokkurra sentímetra þykkri ösku en Kingi tókst að sækja hann og koma honum um borð í bátinn. Flugmenn fjögurra björgunarþyrla hafa sömuleiðis verið hylltir sem hetjur en þeim tókst að bjarga fólki úr lofti, þrátt fyrir gífurlega erfiðar aðstæður. Einn þeirra ræddi við fjölmiðla og sagði aðstæður hafa verið í líkindum við það sem hann sá í Chernobyl þáttum HBO. Allt hafi verið þakið ösku.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13 Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25
Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. 9. desember 2019 10:13
Búast ekki við að nokkur hafi lifað af á eyjunni Talið er að allt að 50 manns hafi verið á eyjunni þegar eldgos hófst þar í nótt. 27 var bjargað þaðan og því þykir líklegt að allt að 27 séu látnir, til viðbótar við þá fimm sem búið er að staðfesta að hafi dáið. 9. desember 2019 14:59