Knicks fired coach David Fizdale, league source tells ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) December 6, 2019
Knicks hefur tapað átta leikjum í röð og er með versta árangurinn í Austurdeildinni í NBA; fjóra sigra og 18 töp. Knicks hefur aldrei byrjað verr í sögu félagsins.
Fizdale tók við Knicks fyrir síðasta tímabili. Í fyrra var liðið með versta árangurinn í deildinni; 17 sigra og 65 töp.
Knicks hefur verið eitt lélegasta liðið í NBA undanfarin ár og ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2013.
Fizdale þjálfaði Memphis Grizzlies áður en hann tók við Knicks. Þá var hann lengi aðstoðarþjálfari Miami Heat.