Langflestir sem keyra á dýr stinga af Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 14:30 Tilkynnt var um 140 lömb og ær sem drápust í umferðinni í Austur-Skaftafellssýslu í fyrra. Vísir/Stefán Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri. Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri.
Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira