Innlent

Karlmaður á sjötugsaldri lést við störf á fjórhjóli

Sylvía Hall skrifar
Ættingjar mannsins komu að manninum.
Ættingjar mannsins komu að manninum. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði rétt yfir hádegi í gærdag en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni og komu ættingjar hans að honum þar sem hann lá við hliðina á fjórhjólinu.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru send á staðinn en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og úrskurðaði læknir manninn látinn á vettvangi. Þá hafði björgunarsveitin Hafliði einnig verið send á vettvang.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra er með málið til rannsóknar. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×