Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 20:30 Þeir þingmenn sem eru grænir sögðu já, þeir sem eru gulir sátu hjá við afgreiðslu málsins og þeir sem eru rauðir sögðu nei. grafík/tótla Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20