Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 20:30 Þeir þingmenn sem eru grænir sögðu já, þeir sem eru gulir sátu hjá við afgreiðslu málsins og þeir sem eru rauðir sögðu nei. grafík/tótla Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt menntamálaráðherra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um þá grein frumvarpsins sem gerir konum kleift að fara í fara í fóstureyðingu allt upp að tuttugustu og annarri viku meðgöngu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var sent til velferðarnefndar og þriðju umræðu að lokinni annarri umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur almenns stuðnings á Alþingi en helst hefur verið deilt um 4. grein þess þar sem þungunarrof verður heimilað allt upp að lokum tuttugustu og annarrar viku meðgöngu. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar rétta. „Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utanum öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof,“ sagði Bryndís Halldóra Mogensen formaður velferðarnefndar minnti á að í núgildandi lögum sé hægt að heimila þungunarrof upp að 22. viku en það væri háð samþykki lækna og heilbrigðisstarfsfólks. „Frumvarpið sem við greiðum nú atkvæði um tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna upp að tuttugustu og annarri viku. Við erum ekki að víkka út heimildir við erum bara að tryggja að konan ræður þessu sjálf. Það er sjálfsagt, það er rökrétt og það er réttlátt,“ sagði Halldóra. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði frumvarpið heimila móður þungunarrof til loka 22. Umræðu burt séð frá heilsufarsástandi fóstursins. „Þetta er siðferðilega rangt. Mér líður illa yfir því að þurfa að taka þátt í þessu. Ég segi svo sannarlega nei,“ sagði Inga. En já sögðu 36 þingmenn úr öllum flokkum nema Miðflokki og Flokki fólksins. Nei sögðu allir sjö viðstaddir þingmenn Miðflokksins, tveir þingmenn Flokks fólksins ásamt Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Athygli vakti að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og sjö af ellefu karlkyns þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna greiddu ekki atkvæði, þeirra á meðal formaður flokksins. Segja má að Óli Björn Kárason hafi talað fyrir sjónarmiðum þeirra en hann sagðist styðja frumvarpið heilshugar en staldraði við tuttugu og tvær vikurnar og sæti því hjá við þessa grein. „En það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til meðferðar og athugi hvort við getum ekki náð breiðari samstöðu í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20