Kolbeinn verður á láni hjá uppeldisfélaginu til 1. júlí en þá snýr hann aftur Brentford. Kolbeinn er 19 ára gamall uppalinn Fylkismaður en hann fór til Groningen í Hollandi fyrir fjórum árum.
Hann hefur verið að spila með B-liði Brentford og var í íslenska landsliðshópnum sem fór til Katar í janúar þar sem hann heillaði marga en Kolbeinn getur bæði spilað á miðjunni sem og á kantinum.
Fylkismenn byrjuðu vel og unnu ÍBV, 3-0, í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar og fá nú góðan liðsstyrk næstu tvo mánuðina.