Tangerine Dream hefur undanfarin fimmtíu ár verið óþreytandi við að skapa sinn stóra hljóðheim. Hljómsveitin var stofnuð árið 1967 af Edgar Froese í Þýskalandi og hefur síðan gefið út yfir hundrað frumsamdar plötur, samið tónlist við fjölda kvikmynda og tölvuleikja og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammy-verðlauna.
Eftir andlát Froese árið 2015 hafa eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, Thorsten Quaesching, Ulrich Schnauss og Hoshiko Yamane, haldið merki sveitarinnar og stofnanda á lofti í náinni samvinnu við Bianca Froese, ekkju Edgar Froese.
Platan Quantum Gates kom út 2017 og í kjölfarið hafa fylgt tónleikar á stöðum eins og Dekmantel, Flow Festival og Barbican Hall í London.
Miðasala fer fram á midi.is og heimasíðu Extreme Chill hátíðarinnar.