Erlent

Schwarzenegger hyggst ekki kæra árásarmann sinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Arnold í góðum gír á Arnold Classic Africa í gær.
Arnold í góðum gír á Arnold Classic Africa í gær. Lefty Shivambu/Getty
Stórleikarinn og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu hyggst ekki leggja fram kæru eftir að ráðist var að honum í Suður-Afríku í gær. BBC greinir frá.

Hinn 71 árs gamli Schwarzenegger var viðstaddur íþróttaviðburð í sínu nafni, Arnold Classic Africa, þegar karlmaður stökk aftan að honum og sparkaði í hann. Árásarmaðurinn var tekinn fastur í kjölfarið og færður lögreglu.

Í tísti sem Schwarzenegger sendi frá sér í dag segir hann marga hafa velt því fyrir sér hvort hann hyggist leggja fram kæru á hendur árásarmanninum. Svo sé ekki.





„Ég vona að hann komist á rétta braut í lífinu. Ég ætla að halda áfram og einbeita mér að þeim þúsundum frábærra íþróttamanna sem ég hitti á Arnold Sports í Afríku.“

Arnold Classic Africa er íþróttaviðburður sem haldinn er í maí á hverju ári. Þar taka þúsundir íþróttafólks þátt í hinum ýmsu íþróttum, allt frá vaxtarrækt til bardagaíþrótta.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×