Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2019 13:45 Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“ Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira