Fruman sem varð fullorðin Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2019 07:00 Börnum eiga að vera tryggð mannréttindi með lögum, en svo er ekki í öllum tilfellum. Kynfrumugjafi getur í dag óskað eftir nafnleynd og börn hafa því ekki sjálfstæðan rétt til að vita um líffræðilegan uppruna sinn. Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn, ef þau óska þess. Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa, kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga sjúkdóma.Nágrannaríkin komin lengra Tæknifrjóvganir eru nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi. Því hefur umræðan um kynfrumugjafir ekki verið áberandi í íslenskri umræðu. Rökin sem færð hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð fullgildur árið 1992 og lögfestur 2013. Í sáttmálanum felst viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi óháð réttindum fullorðinna. Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi fordæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrituð hefur lagt fram tillögu ásamt fleiri þingmönnum, um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2020.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Börnum eiga að vera tryggð mannréttindi með lögum, en svo er ekki í öllum tilfellum. Kynfrumugjafi getur í dag óskað eftir nafnleynd og börn hafa því ekki sjálfstæðan rétt til að vita um líffræðilegan uppruna sinn. Uppfæra þarf íslensk lög svo réttindi barna verði tryggð til að þekkja uppruna sinn, ef þau óska þess. Nú eru til sýninga á Stöð 2 þættir sem heita Leitin að upprunanum. Þar eru sjónvarpsáhorfendur kynntir fyrir fólki sem leitar að líffræðilegum foreldrum sýnum. Í þáttunum fær áhorfandinn innsýn í hversu djúpstæð þráin eftir því að finna líffræðilegan skyldleika getur verið. Þeir sem getnir eru með tæknifrjóvgun með aðstoð kynfrumugjafa, kunna að hafa sömu þrá eftir því að þekkja uppruna sinn og einnig vilja til að fá vitneskju um arfgenga sjúkdóma.Nágrannaríkin komin lengra Tæknifrjóvganir eru nýtt fyrirbæri í sögulegu samhengi. Því hefur umræðan um kynfrumugjafir ekki verið áberandi í íslenskri umræðu. Rökin sem færð hafa verið fyrir því að leyfa nafnleynd kynfrumugjafa hafa til dæmis verið þau að ef nafnleynd yrði afnumin væri ólíklegra að fólk gæfi kynfrumur til tæknifrjóvgunar og fólk sem þyrfti á þjónustunni að halda hefði því ekki aðgengi að henni vegna ónógs framboðs. Trompar lögmálið um framboð og eftirspurn á kynfrumum réttindi barns til að þekkja uppruna sinn? Ég tel svo ekki vera. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna varð fullgildur árið 1992 og lögfestur 2013. Í sáttmálanum felst viðurkenning á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi óháð réttindum fullorðinna. Það er tími til kominn að löggjafinn hér fylgi fordæmi nágrannaríkja okkar og tryggi réttindi allra barna á Íslandi til að þekkja uppruna sinn. Undirrituð hefur lagt fram tillögu ásamt fleiri þingmönnum, um að dómsmálaráðherra setji slíka vinnu af stað og að frumvarp verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2020.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar