Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2019 06:00 Skúli Mogensen, forstjóri Wow, fagnaði komu Airbus A330, fyrstu breiðþotu félagsins, í febrúar 2016, með þáverandi ráðherra ferðamála, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Hann neyddist í vetur til að láta breiðþoturnar frá sér. Stöð 2/Steingrímur Þórðarson. Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota um allan heim, og skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus þotum. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra ferðamálasíðunnar Túristi. „Kyrrsetning Boeing MAX þota um heim allan hefur veikt stöðu Icelandair og jafnvel hækkað virði WOW air þar sem félagið notast við Airbus flugvélar,“ segir Kristján í grein um málið. Þar eru raktar viðræður Skúla við bæði Icelandair og bandaríska auðkýfinginn William Franke, stjórnanda Indigo Partners. Því er lýst hvernig stefni í að hlutur Skúla í WOW verði lítill eða jafnvel enginn. Þessi slæma samningsstaða Skúla skýri afhverju hann hafi leitað aftur til Icelandair um síðustu mánaðamót. „Skúli virðist því vera í nærri vonlausri stöðu en gæti sloppið úr WOW ævintýrinu með einhverri reisn ef félagið fer ekki á hausinn,“ segir á turisti.is.Skúli á Reykjavíkurflugvelli vorið 2015 þegar hann fagnaði komu fyrstu Airbus A321-þotunnar.Vísir/VilhelmKristján segir að framtíðarsýn Franke fyrir WOW gæti verið önnur en núverandi rekstrarmódel flugfélagsins er. „Últra-lággjaldaflug” geri vanalega ekki út frá löndum þar sem laun séu almennt há og réttur launafólks mikill. Það megi leiða að því líkum að Icelandair færi illa út úr samkeppni frá lággjaldaflugfélagi sem gerði út á erlendar áhafnir. „Franke hefur líka sýnt að hann er ekki aðeins harður í samningaviðræðum við menn eins og Skúla heldur líka almennt starfsfólk,“ segir Kristján og rifjar upp samskipti hans við flugliða bandaríska flugfélagsins Frontier, sem Indigo Partners eigi. „Stórskuldugt og nærri eignalaust flugfélag er því ekki fýsilegur fjárfestingakostur eins og endurspeglast í kröfu Indigo Partners um helmings afskriftir skuldabréfaeigenda og smánarlegan hlut fyrir Skúla. Það er því ekki að undra að forsvarsfólk Icelandair hafi tekið fálega tilboði forsvarsfólks WOW um nýjar samningaviðræður um síðustu mánaðamót. Síðan þá hefur staða Icelandair hins vegar veikst vegna kyrrsetningar á Boeing MAX þotum félagsins. Stjórnendur þess sjá nú fram á að þurfa að gera breytingar á leiðakerfi sínu og jafnvel skera niður sumaráætlunina. Forstjórinn segir það til skoðunar að leigja flugvélar til að stoppa upp í götin sem MAX þoturnar skilja eftir sig en leiðakerfi Icelandair, frá og með vorinu, byggir á flugflota sem samanstendur af níu MAX þotum,“ segir Kristján ennfremur. TF-ICA, fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til landsins þann 23. febrúar síðastliðinn og átti að fara í notkun núna í síðari hluta marsmánaðar.Mynd/Icelandair.„Stjórnendur fleiri flugfélaga standa frammi fyrir álíka vanda en framboð á leiguvélum, sem geta komið í stað Boeing MAX, er þó miklu minna en sem nemur öllum þeim þotum sem voru kyrrsettar. Verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus þotum gæti þar með hafa hækkað umtalsvert síðustu sólarhringa og þá sérstaklega í augum forsvarsfólks Icelandair. Það flugfélag gerir vissulega út á Boeing þotur og blandaður flugfloti er ekki fyrsti kostur. Hann er þó kannski skárri valkostur en að þurfa að skera niður sumaráætlunina vegna flugvélaskorts. Flækjan sem blandaður flugfloti veldur er líka eitthvað sem stjórnendur Icelandair hafa vegið og metið, bæði þegar þeir keyptu WOW í nóvember og eins þegar þeir gáfu út að framundan væru viðræður við bæði Boeing og Airbus um kaup á flugvélum. Í ljósi vandræðanna með MAX þoturnar þá gæti samstarf við franska flugvélaframleiðandann verið meira lokkandi í dag en það hefur hingað til verið. Og þá gæti verið akkur í því fyrir Icelandair að taka yfir samninga flugmanna WOW air sem þekkja frönsku flugvélarnar inn og út," segir ritstjóri Túrista.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.„Í ljósi alls þessa má velta því fyrir sér hvort núna sé tímapunkturinn fyrir Icelandair að taka yfir WOW air. Skuldabréfaeigendur virðast tilbúnir í að taka á sig miklar afskriftir, samningsstaða Skúla hefur versnað enn frekar og mögulega er komin lausn á óhagstæðum leigusamningum WOW á Airbus breiðþotum sem ekki er lengur not fyrir. Skuldastaða WOW air er þó væntanlega ennþá verri en framhjá því verður ekki horft að einn stærsti kröfuhafinn, jafnvel sá stærsti, er íslenska ríkið í gegnum eign sína í Isavia. Ógreidd lendinga- og farþegagjöld WOW á Keflavíkurflugvelli gætu nefnilega numið umtalsverðum upphæðum eins og forstjóri Icelandair viðraði í ræðu sinni í síðustu viku. Með eftirgjöf á þeirri skuld gæti ríkið komið í veg fyrir þann álitshnekki sem fall WOW myndi valda eða staðið vörð um að flugrekstur hér landi byggðist á íslenskum áhöfnum sem vinna samkvæmt íslenskri vinnulöggjöf. Enginn veit nefnilega á hvaða forsendum framtíðarsýn Indigo Partners fyrir WOW air byggir, eins og áður er rakið,“ segir í grein Kristjáns Sigurjónssonar á turisti.is. Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið. 14. mars 2019 06:43 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota um allan heim, og skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus þotum. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra ferðamálasíðunnar Túristi. „Kyrrsetning Boeing MAX þota um heim allan hefur veikt stöðu Icelandair og jafnvel hækkað virði WOW air þar sem félagið notast við Airbus flugvélar,“ segir Kristján í grein um málið. Þar eru raktar viðræður Skúla við bæði Icelandair og bandaríska auðkýfinginn William Franke, stjórnanda Indigo Partners. Því er lýst hvernig stefni í að hlutur Skúla í WOW verði lítill eða jafnvel enginn. Þessi slæma samningsstaða Skúla skýri afhverju hann hafi leitað aftur til Icelandair um síðustu mánaðamót. „Skúli virðist því vera í nærri vonlausri stöðu en gæti sloppið úr WOW ævintýrinu með einhverri reisn ef félagið fer ekki á hausinn,“ segir á turisti.is.Skúli á Reykjavíkurflugvelli vorið 2015 þegar hann fagnaði komu fyrstu Airbus A321-þotunnar.Vísir/VilhelmKristján segir að framtíðarsýn Franke fyrir WOW gæti verið önnur en núverandi rekstrarmódel flugfélagsins er. „Últra-lággjaldaflug” geri vanalega ekki út frá löndum þar sem laun séu almennt há og réttur launafólks mikill. Það megi leiða að því líkum að Icelandair færi illa út úr samkeppni frá lággjaldaflugfélagi sem gerði út á erlendar áhafnir. „Franke hefur líka sýnt að hann er ekki aðeins harður í samningaviðræðum við menn eins og Skúla heldur líka almennt starfsfólk,“ segir Kristján og rifjar upp samskipti hans við flugliða bandaríska flugfélagsins Frontier, sem Indigo Partners eigi. „Stórskuldugt og nærri eignalaust flugfélag er því ekki fýsilegur fjárfestingakostur eins og endurspeglast í kröfu Indigo Partners um helmings afskriftir skuldabréfaeigenda og smánarlegan hlut fyrir Skúla. Það er því ekki að undra að forsvarsfólk Icelandair hafi tekið fálega tilboði forsvarsfólks WOW um nýjar samningaviðræður um síðustu mánaðamót. Síðan þá hefur staða Icelandair hins vegar veikst vegna kyrrsetningar á Boeing MAX þotum félagsins. Stjórnendur þess sjá nú fram á að þurfa að gera breytingar á leiðakerfi sínu og jafnvel skera niður sumaráætlunina. Forstjórinn segir það til skoðunar að leigja flugvélar til að stoppa upp í götin sem MAX þoturnar skilja eftir sig en leiðakerfi Icelandair, frá og með vorinu, byggir á flugflota sem samanstendur af níu MAX þotum,“ segir Kristján ennfremur. TF-ICA, fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til landsins þann 23. febrúar síðastliðinn og átti að fara í notkun núna í síðari hluta marsmánaðar.Mynd/Icelandair.„Stjórnendur fleiri flugfélaga standa frammi fyrir álíka vanda en framboð á leiguvélum, sem geta komið í stað Boeing MAX, er þó miklu minna en sem nemur öllum þeim þotum sem voru kyrrsettar. Verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus þotum gæti þar með hafa hækkað umtalsvert síðustu sólarhringa og þá sérstaklega í augum forsvarsfólks Icelandair. Það flugfélag gerir vissulega út á Boeing þotur og blandaður flugfloti er ekki fyrsti kostur. Hann er þó kannski skárri valkostur en að þurfa að skera niður sumaráætlunina vegna flugvélaskorts. Flækjan sem blandaður flugfloti veldur er líka eitthvað sem stjórnendur Icelandair hafa vegið og metið, bæði þegar þeir keyptu WOW í nóvember og eins þegar þeir gáfu út að framundan væru viðræður við bæði Boeing og Airbus um kaup á flugvélum. Í ljósi vandræðanna með MAX þoturnar þá gæti samstarf við franska flugvélaframleiðandann verið meira lokkandi í dag en það hefur hingað til verið. Og þá gæti verið akkur í því fyrir Icelandair að taka yfir samninga flugmanna WOW air sem þekkja frönsku flugvélarnar inn og út," segir ritstjóri Túrista.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.„Í ljósi alls þessa má velta því fyrir sér hvort núna sé tímapunkturinn fyrir Icelandair að taka yfir WOW air. Skuldabréfaeigendur virðast tilbúnir í að taka á sig miklar afskriftir, samningsstaða Skúla hefur versnað enn frekar og mögulega er komin lausn á óhagstæðum leigusamningum WOW á Airbus breiðþotum sem ekki er lengur not fyrir. Skuldastaða WOW air er þó væntanlega ennþá verri en framhjá því verður ekki horft að einn stærsti kröfuhafinn, jafnvel sá stærsti, er íslenska ríkið í gegnum eign sína í Isavia. Ógreidd lendinga- og farþegagjöld WOW á Keflavíkurflugvelli gætu nefnilega numið umtalsverðum upphæðum eins og forstjóri Icelandair viðraði í ræðu sinni í síðustu viku. Með eftirgjöf á þeirri skuld gæti ríkið komið í veg fyrir þann álitshnekki sem fall WOW myndi valda eða staðið vörð um að flugrekstur hér landi byggðist á íslenskum áhöfnum sem vinna samkvæmt íslenskri vinnulöggjöf. Enginn veit nefnilega á hvaða forsendum framtíðarsýn Indigo Partners fyrir WOW air byggir, eins og áður er rakið,“ segir í grein Kristjáns Sigurjónssonar á turisti.is.
Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27 Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30 Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið. 14. mars 2019 06:43 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27
Gætu þurft að taka á sig tugprósenta afföll Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. 6. mars 2019 06:30
Boeing kyrrsetur allar 737 Max þotur Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið. 14. mars 2019 06:43
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Forstjóri Icelandair tjáir sig ekki um það hvort Skúli hafi leitað til hans aftur Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um það hvort Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, hafi leitað til hans til að kanna aðkomu Icelandair að Wow air. 1. mars 2019 21:52
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51