Innlent

Drónaleit í Ölfusá í dag

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 3 stýrir leit helgarinnar frá Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Myndin var tekin á vettvangi á mánudagskvöld en þá er talið að Páll Mar hafi ekið bíl sínum í Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt hjá Selfosskirkju.
Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 3 stýrir leit helgarinnar frá Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Myndin var tekin á vettvangi á mánudagskvöld en þá er talið að Páll Mar hafi ekið bíl sínum í Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt hjá Selfosskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Leit hófst í hádeginu af Páli Mar Guðjónssyni í Ölfusá, sem talið er að hafa ekið ofan í ánna á mánudagskvöld fyrir neðan Hótel Selfoss. Aðallega verður leitað með drónum en á morgun verða gönguhópar og bátar notaðir við leitina.



Gunnar Ingi Friðriksson, varaformaður Svæðisstjórnar stýrir leit dagsins.

 

„Verkefni dagsins er aðallega að leita með drónum og síðan verða einhverjir gönguhópar líka. Í fyrramálið verður meiri leit með bátum og gönguhópum. Það er fínt veður til drónaleitar og þess vegna var ákveðið að hafa þannig leit í dag, ég reikna með þremur til fjórum drónum“, segir Gunnar Ingi.

 

Í dag verður leitað á svæði fyrir neðan Selfossflugvöll og við Arnarbæli í Ölfusi. En er gott að nota dróna í svona leit?

 

„Já, sérstaklega á svona vatni því þeir sjá betur ofan í ánna þegar það er flogið yfir hana út af glampanum, þannig að þeir nýtast mjög vel í svona leit. Sérstaklega líka vegna þess að það er mikill ís og grynningar í ánni því þá er mjög erfitt að sigla eða vaða í ánni“.

 

En hvernig verður leitinni háttað á morgun, sunnudag ?

 

„Hann verður með stærri sniðum út af bátaleitinni. Við fáum björgunarsveitir af Suðvesturhorninu en þá er ég að tala um sveitir af Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess“, segir Gunnar Ingi.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×