Algengt að taka sér frí fyrir háskólanám Ari Brynjólfsson skrifar 2. mars 2019 11:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir stóð í ströngu í gær við að undirbúa Háskóladaginn í HR. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í dag, laugardag, kynna sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ frá kl. 12 til 16. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér námsframboðið ásamt því að spjalla við nemendur og starfsfólk skólanna um allt sem viðkemur náminu. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðssviðs Háskólans á Akureyri, segir að skólinn hafi varla undan að taka við nemendum. „Við erum svo gott sem full.“ Hún skynjar meiri áhuga stúdenta á hjúkrunarfræði og sálfræði, þar að auki sé allt fullt í lögreglunámið. HA býður upp á sveigjanlegt nám sem þýðir að nemendur þurfa ekki að mæta í skólann heldur geta sinnt því að mestu leyti heima, hvar sem er. Katrín segir skólann ítreka það við nemendur að háskólanám sé krefjandi og í raun full vinna. „Við reynum að impra á þessu við nemendur okkar, en eins og í samfélaginu öllu, það er mikill hraði og mikil krafa að margir nemar eru bara búnir á því á þriðja ári,“ segir Katrín. Sömu sögu er að heyra hjá Háskólanum í Reykjavík. Þar á bæ er stöðug fjölgun á öllum námsbrautum, flestir eru á leið í tölvunarfræði. HR hefur lagt mikið upp úr því að jafna hlut kynjanna í tæknigreinum og hefur það gengið vel, eru konur nú um þriðjungur nemenda í tölvunarfræði. Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Listaháskóla Íslands, segir að margir fari beint í háskólanám eftir stúdent en jafn margir taki sér ársfrí, ferðist eða nýti pásuárið til þess að undirbúa sig sérstaklega fyrir LHÍ. „Það er jöfn ásókn á langflestar námsbrautir LHÍ en stærsta deildin er hönnunar- og arkitektúrdeild. Við sjáum sveiflur í vinsældum einstaka námsbrauta svo sem í fatahönnun og vöruhönnun,“ segir Ilmur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira