Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 16:41 Hér má sjá þegar þvottabursti var réttur framan í Emre Belozoglu á Keflavíkurflugvelli en leikmennirnir voru ekki sáttir við hve langan tíma tók að komast út af flugvellinum. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag. Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu barst í morgun orðsending frá tyrkneskum stjórnvöldum þar sem óskað var skýringa á meintum töfum við vegabréfaeftirlit og öryggisleit við komu tyrkneska landsliðsins í gærkvöld. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þá er jafnframt vísað til fréttatilkynningar Isavia um framkvæmd vegabréfaeftirlits og öryggisleitar en þar kom fram að um áttatíu mínútur liðu frá því að vél tyrkneska landsliðsins kom í stæði og þar til síðustu farþegar voru komnir út um tollsal. Vélin kom frá flugvelli sem er ekki hluti af skilgreindu heildstæðu öryggissvæði sem gildir fyrir flugvelli í ESB og EES-ríkjum.Sjá einnig: Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Í tilkynningu frá Isavia kom fram að öryggisleitin í gærkvöldi hafi tekið lengri tíma þar sem leita þurfti að raftækjum og vökva í óvanalega mörgum töskum farþega með vélinni þar sem óskum um að slíkt væri fjarlægt úr töskum var ekki sinnt í öllum tilfellum. Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð liðsins í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleit fáeinum klukkustundum fyrir komuna. Fyrirvarinn var of skammur til þess að hægt væri að verða við beiðninni auk þess sem slík meðferð stendur yfirleitt aðeins ráðamönnum og háttsettum sendierindrekum til boða. Utanríkisráðuneytið hefur áréttað við tyrknesk stjórnvöld að framkvæmd eftirlitsins á Keflavíkurflugvelli í gær hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag.
Fótbolti Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54