Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 11:18 Össur segist vera rólegur yfir viðbrögðunum enda enga ástæðu til að óttast stuðningsmennina. Hann hefur þó fulla trú á sigri Íslands. Vísir/Getty Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. Stuðningsmennirnir hafa fjölmennt á þráð þar sem miðasala fyrir leik Íslands og Tyrklands var auglýst. Reiði stuðningsmannanna má rekja til atviks í Leifsstöð þar sem ónefndur maður þóttist ætla taka viðtal við leikmann tyrkneska landsliðsins með uppþvottabursta. Sjálfur skildi Össur ekki af hverju umræðan snerist um uppþvottabursta en sá marga reiða stuðningsmenn á ferð og ákvað að „testa þetta“.Sjá einnig: Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns „Ég var lengi að skilja af hverju þeir voru allir að vefa uppþvottabursta inn í mál sitt og tengja það við ýmsa líkamsparta íslenskra aðdáenda,“ segir Össur í samtali við Vísi. Hann gerði því heiðarlega tilraun til þess að lægja öldurnar og stríða þeim aðeins í leiðinni þar sem ljóst var að þarna voru stuðningsmenn sem voru æstari en þekkist hér almennt. „Ég taldi rétt að minna þá á það að Íslendingar og Tyrkir eiga sameiginlega sögu frá því fyrir þúsund árum þegar að Þorsteinn drómundur hefndi vígs bróður síns Grettis sem drepinn var í Drangey fyrir utan hina miklu kirkju Ægisif,“ segir Össur.Óhultur í útlöndum sem stendur Hann segist vera rólegur yfir viðbrögðunum enda er hann sjálfur staddur í útlöndum þessa stundina. Hann hafi ekki miklar áhyggjur enda segir hann enga ástæðu til þess að óttast þessa góðu menn eins og hann orðar það sjálfur. Aðspurður hvort hann telji reiði stuðningsmannanna langlífa segir hann það ekki ólíklegt ef leikurinn fer eins og hann spáir en sjálfur hefur hann trú á 2-0 sigri Íslands. Hann hefur þó ekki áhyggjur af milliríkjadeilum í kjölfar leiksins. „Það held ég nú ekki en ég náttúrulega styð mína menn alveg botnlaust og þeir stóðu sig alveg ágætlega í síðasta leik. Tyrkir komu mjög á óvart og voru að vinna Frakka, þá eru þeir auðvitað sannfærðir um það að þeir rúlli upp Íslendingunum en það er akkúrat í slíkri stöðu sem Íslendingarnir hafa svo oft komið á óvart og ég held að það gerist,“ segir Össur, sannfærður um tveggja marka sigur Íslands enda hafi það margsannað sig að Ísland standi sig best undir pressu. Einn stuðningsmanna Tyrklands svarar Össuri undir færslu KSÍ og segir 78 milljónir Tyrkja bíða eftir honum. Hann segir það ekki vera neitt nýtt enda hafi hann átt áhangendur í Tyrklandi lengi, hann hafi oft komið þangað og alltaf fengið góðar móttökur. Hann hafi því ekki áhyggjur af því að breyting verði þar á en sé tilbúinn ef til þess kemur. „Enda yrði það glæsilegt, að geta fórnað sér fyrir íslenska landsliðið,“ segir Össur að lokum og tekur undir að hann myndi í það minnsta skrifa sig í sögubækurnar með þeim hætti. Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. Stuðningsmennirnir hafa fjölmennt á þráð þar sem miðasala fyrir leik Íslands og Tyrklands var auglýst. Reiði stuðningsmannanna má rekja til atviks í Leifsstöð þar sem ónefndur maður þóttist ætla taka viðtal við leikmann tyrkneska landsliðsins með uppþvottabursta. Sjálfur skildi Össur ekki af hverju umræðan snerist um uppþvottabursta en sá marga reiða stuðningsmenn á ferð og ákvað að „testa þetta“.Sjá einnig: Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns „Ég var lengi að skilja af hverju þeir voru allir að vefa uppþvottabursta inn í mál sitt og tengja það við ýmsa líkamsparta íslenskra aðdáenda,“ segir Össur í samtali við Vísi. Hann gerði því heiðarlega tilraun til þess að lægja öldurnar og stríða þeim aðeins í leiðinni þar sem ljóst var að þarna voru stuðningsmenn sem voru æstari en þekkist hér almennt. „Ég taldi rétt að minna þá á það að Íslendingar og Tyrkir eiga sameiginlega sögu frá því fyrir þúsund árum þegar að Þorsteinn drómundur hefndi vígs bróður síns Grettis sem drepinn var í Drangey fyrir utan hina miklu kirkju Ægisif,“ segir Össur.Óhultur í útlöndum sem stendur Hann segist vera rólegur yfir viðbrögðunum enda er hann sjálfur staddur í útlöndum þessa stundina. Hann hafi ekki miklar áhyggjur enda segir hann enga ástæðu til þess að óttast þessa góðu menn eins og hann orðar það sjálfur. Aðspurður hvort hann telji reiði stuðningsmannanna langlífa segir hann það ekki ólíklegt ef leikurinn fer eins og hann spáir en sjálfur hefur hann trú á 2-0 sigri Íslands. Hann hefur þó ekki áhyggjur af milliríkjadeilum í kjölfar leiksins. „Það held ég nú ekki en ég náttúrulega styð mína menn alveg botnlaust og þeir stóðu sig alveg ágætlega í síðasta leik. Tyrkir komu mjög á óvart og voru að vinna Frakka, þá eru þeir auðvitað sannfærðir um það að þeir rúlli upp Íslendingunum en það er akkúrat í slíkri stöðu sem Íslendingarnir hafa svo oft komið á óvart og ég held að það gerist,“ segir Össur, sannfærður um tveggja marka sigur Íslands enda hafi það margsannað sig að Ísland standi sig best undir pressu. Einn stuðningsmanna Tyrklands svarar Össuri undir færslu KSÍ og segir 78 milljónir Tyrkja bíða eftir honum. Hann segir það ekki vera neitt nýtt enda hafi hann átt áhangendur í Tyrklandi lengi, hann hafi oft komið þangað og alltaf fengið góðar móttökur. Hann hafi því ekki áhyggjur af því að breyting verði þar á en sé tilbúinn ef til þess kemur. „Enda yrði það glæsilegt, að geta fórnað sér fyrir íslenska landsliðið,“ segir Össur að lokum og tekur undir að hann myndi í það minnsta skrifa sig í sögubækurnar með þeim hætti.
Fótbolti Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18