Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Sylvía Hall skrifar 10. júní 2019 10:18 Ónefndi maðurinn með uppþvottaburstann er ekki Benedikt Grétarsson. Twitter Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf. Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi eftir að tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen sagði hann vera manninn sem tók á móti tyrkneska fótboltalandsliðinu með uppþvottabursta í Leifsstöð í gærkvöld. Ónefndi maðurinn með burstann fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir og þóttist ætla taka viðtal við Emre Belozoglu með burstanum. Þetta fór öfugt ofan í allmarga stuðningsmenn sem hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir íslenska karlmenn sem þeir telja vera manninn.Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019 „Hvernig hann fékk nafnið mitt hef ég ekki hugmynd um en ég er nú ansi ólíkur þessum manni þannig ég skil ekki alveg hvernig þeir eru að fá þetta út,“ segir Benedikt í samtali við Vísi, pollrólegur yfir þeim þúsundum skilaboða sem honum hafa borist. „Þetta byrjaði að hrúgast inn fljótlega eftir kvöldmat í gær og ég slökkti á tilkynningum klukkutíma seinna,“ bætir hann við. Hann segir marga þeirra sem sendu honum skilaboð vera að róast en hann setti sjálfur inn færslu um miðnætti í gær þar sem hann lýsti því yfir að hann væri ekki dularfulli burstamaðurinn.The idiot with the brush is NOT me. I have nothing but respect for your players and your great nation. — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019„Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári“ Benedikt kippir sér ekki mikið upp við þann mikla fjölda skilaboða sem honum hafa borist síðustu klukkutímana en skilaboðin hlaupa á tugum þúsunda. Hann segir misjafnt hvort menn taki því trúanlegu að hann sé ekki umræddur maður en sjálfum finnst honum það nokkuð augljóst. „Ég vildi óska þess að ég væri 1.90 með fullt af hári,“ segir Benedikt léttur. Hann segist ætla að bíða af sér storminn en það er ljóst að hann er ekki sá eini sem er að verða fyrir reiði tyrknesku stuðningsmannanna. Fleiri dæmi eru um að íslenskir karlmenn á Twitter hafi þurft að læsa aðgangi sínum vegna skilaboða og jafnvel lokað þeim alfarið þar sem áreitið hefur orðið of mikið en Benedikt ætlar ekki að grípa til slíkra ráðstafanna. „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili eða fara í lýtaaðgerð,“ segir hann og bætir við að þetta hafi verið augljós fylgifiskur þess að nafn hans komst í umræðuna. Magnús Már Einarsson, íþróttafréttamaður á Fótbolti.net, hefur líka fengið sinn skerf af reiðum stuðningsmönnum og bendir Benedikt á að hann sé í það minnsta töluvert líkari manninum með burstann. Hann eigi þó ekki skilið það áreiti sem þessu fylgi.Dear Turkish fans! I was NOT at the airport in Iceland today and I would NEVER pretend to take a interview with a brush. I don't know who the guy with the brush is, he is a tourist. I have so much respect for your great team and also for Emre who has had a great career — Magnús Már Einarsson (@maggimar) June 10, 2019 „Þetta er orðið frekar þreytt en ég á eftir að líta á þetta seinna og hlæja að þessu seinna meir,“ segir Benedikt. Hann bíði nú spenntur eftir því að fá uppþvottabursta í jólagjöf.
Fótbolti Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30