Enski boltinn

Sjáðu markið sem kom Liverpool á toppinn og öll hin úr enska í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lloris og Alderweireld horfa á eftir boltanum fara yfir línuna. Sjálfsmark þess síðarnefnda tryggði Liverpool stigin þrjú.
Lloris og Alderweireld horfa á eftir boltanum fara yfir línuna. Sjálfsmark þess síðarnefnda tryggði Liverpool stigin þrjú. vísir/getty
Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Tottenham á Anfield í gær. Toby Alderweireld, varnarmaður Spurs, setti boltann í eigið mark á lokamínútunni og tryggði Liverpool sigurinn.

Brasilíski framherjinn Roberto Firmino kom Liverpool yfir á 16. mínútu en landi hans, Lucas Moura, jafnaði fyrir Tottenham þegar 20 mínútur voru eftir.

Liverpool er með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppnum. City-menn eiga leik til góða á Rauða herinn.

Í hinum leik gærdagsins vann Chelsea 1-2 sigur á Cardiff City. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem komst yfir með marki Victors Camarasa í upphafi seinni hálfleiks.

Þegar sex mínútur voru til leiksloka jafnaði César Azpilicueta með marki sem hefði átt að dæma af vegna rangstöðu. Ruben Loftus-Cheek skoraði svo sigurmark Lundúnaliðsins í uppbótartíma.

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, var æfur út í dómara leiksins og skammast yfir þeim í viðtölum eftir leik.

Mörkin sex úr leikjunum tveimur frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.

Liverpool 2-1 Tottenham
Klippa: FT Liverpool 2 - 1 Tottenham
 

Cardiff 1-2 Chelsea
Klippa: FT Cardiff 1 - 2 Chelsea
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×