Munaðarlausir hvolpar eignuðust allir fósturmömmur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 19:08 Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma. Dýr Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Tibet spaniel hvolpar sem urðu munaðarlausir, eftir að móðir þeirra dó stuttu eftir að þeir komu í heiminn, hafa nú allir eignast fósturmömmur. Þrátt fyrir mikinn stærðarmun og að vera af allt annarri hundategund dafna hvolparnir vel og hugsa fósturmömmurnar um þá eins og þeir séu þeirra eigin. Þá falla þeir vel inn í systkinahópana. Tíkin Cherry, sem er af tegundinni Tibet spaniel, eignaðist fimm hvolpa þann 21. mars síðastliðinn. Hvolparnir voru teknir með keisara og stuttu eftir útskrift af dýraspítalanum dó Cherry. Hvolparnir voru þá orðnir móðurlausir og leitaði eigandi Cherry, Auður Valgeirsdóttir, hundaræktandi, allra leiða til að finna aðra tík sem væri til í að taka hvolpana að sér. Þá kom Husky tíkin Míra inn í myndina, en hún var þá með tvo þriggja daga gamla hvolpa. „Ég gat ekki hugsað mér annað en að taka þá. Við byrjuðum að setja einn nálægt henni og hún byrjaði á því að þefa af honum en svo varð hún eiginlega bara ekki róleg fyrr en þeir voru komnir á spena,“ segir Thelma Kristín Kvaran, eigandi Míru. Fljótlega varð þó ljóst að hvolparnir þoldu ekki stærðarmuninn enda þrefalt minni og léttari en Husky hvolparnir. Fóru þá tveir í fóstur til Chihuahua tíkurinnar Hálku og tveir til Bedlington Terrier tíkarinnar Vörðu. Sá sterkasti í hópnum varð eftir hjá Mýru. Eigandi Vörðu segir að tíkin hafi fyrst verið frekar efins þegar hún fékk hvolpana til sín. „Hún var ekki að hlúa að þeim fyrr en á degi tvö. Þá fór hún að kyssa þá og knúsa eins og sín. Nú er þetta bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Monika Emilsdóttir, eigandi Vörðu. Allir dafna hvolparnir vel nema einn sem lifði ekki af. Hvolpurinn sem varð eftir hjá Míru fékk nafnið Tumi Þumall og er í algjöru uppáhaldi að sögn Thelmu. „Og hann bara fer og kúrir hjá stóru systrum sínum og mamman bara hugsar um hann eins og sína,“ segir Thelma.
Dýr Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira