Umræddir starfsmenn hafi starfað á Reykjanesi og í útibúum Securitas. Þá tengist samdrátturinn m.a. gjaldþroti WOW air, líkt og í tilfelli annarra fyrirtækja sem gripið hafa til uppsagna undanfarna daga.
Samkvæmt frétt RÚV starfa 550 manns hjá Securitas og telst uppsögn ellefu starfsmanna því ekki hópuppsögn. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Ómari Svavarssyni vegna málsins.