Enski boltinn

Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Forsíða Daily Mirror
Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær.

Leikmenn Liverpool skoruðu ekki markið sjálfir þótt að Mohamed Salah hafi fagnað því eins og sínu. Tottenham miðvörðurinn Toby Alderweireld varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Mistökin voru þó ekki hans heldur franska markvarins Hugo Lloris.

Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þessi leikur Liverpool og Tottenaham og þá sérstaklega þetta sigurmark rati á forsíður ensku blaðanna í morgun.

Hugmyndasmiðirnir á ensku blöðunum eru vanir því að leika sér með tungumálið þegar kemur að því að tengja aðalleikara fréttanna við uppsláttinn á útsíðum blaða sinna. Þeir breyta ekki út frá því í dag.

„Here we Mo“ eða „MOment of truth“ eru fyrirsagnirnar í The Sun og The Daily Mail og tileinkaðar markinu sem Mohamed Salah átti mikinn þátt í en skoraði þó ekki.

Daily Mirror notar nafn Toby Alderweireld á frumlegan hátt eða með fyrirsögninni „It´s meant Toby“ en Belginn færði Liverpool sigurinn með þessum fyrrnefnda sjálfsmarki.  Þetta er líka flottasta fyrirsögnin af þeim öllum.

Önnur blöð einblína á mistök Hugo Lloris og þá staðreynd að Liverpool hafi haft heppnina með sér og unnið ljótan en mikilvægan sigur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af fyrirsögnum ensku blaðanna í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×