Enski boltinn

Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hugo Lloris var klaufi í gær.
Hugo Lloris var klaufi í gær. vísir/getty
„Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni.

„Þeir fengu pressuna á sig eftir sigur City og þetta fær leikmennina enn frekar til þess að trúa því að þeir geti unnið titilinn.“

Lukkan var vissulega í liði með Liverpool enda sigurmarkið sjálfsmark á lokamínútu venjulegs leiktíma. Gunnleifur Gunnleifsson gagnrýndi Hugi Lloris, markvörð Tottenham.

„Ég vil fá hann út úr markinu er sendingin kemur fyrir. Svo á hann að grípa skallann frá Salah. Þetta er lélegur skalli.“

Markverðir andstæðinga Liverpool hafa gert slæm mistök í vetur og það hefur Liverpool nýtt sér til þess að taka þrjú stig.

Umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan um leik Liverpool og Tottenham

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×