Enski boltinn

Van Gaal um Di María: Hann réð ekki við pressuna

Louis van Gaal fékk lítið út úr Ángel di María.
Louis van Gaal fékk lítið út úr Ángel di María. vísir/getty
Louis van Gaal leggur svo sannarlega spilin á borðið í viðtali við BBC þar sem að hann fer rækilega yfir daga sína hjá Manchester United og skýtur Hollendingurinn í allar áttir.

Einn af þeim sem að fær væna pillu frá Van Gaal er argentínski framherjinn Ángel di María sem Manchester United keypti fyrir tæpar 60 milljónir punda í ágúst 2014 sem var þá hæsta verð sem borgað hafði verið fyrir leikmann á Bretlandseyjum.

Di María entist aðeins eina leiktíð hjá United þar sem að hann skoraði fjögur mörk í 32 leikjum í öllum keppnum og stóð uppi sem ein af verstu kaupum Manchester United í sögunni.

Argentínumaðurinn kenndi Van Gaal um raunir sínar á Old Trafford í viðtali nýverið þar sem að hann sagði Hollendinginn hafa spilað sér út úr stöðu en Di María gerir það gott með PSG þessi misserin.

„Di María segir að þetta hafi verið mér að kenna. Ég spilaði honum í öllum sóknarstöðum á vellinum. Þið getið bara kannað það. Hann sannfærði mig ekki í einni stöðu. Hann réð ekki við pressuna sem fylgir því að vera með boltann í ensku úrvalsdeildinni. Það var vandamálið hans,“ segir Louis van Gaal.


Tengdar fréttir

Segir að Liverpool sé meira lið en Manchester City og Barcelona

Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×