Enski boltinn

United verður á ferð og flugi næsta sumar: Mæta Leeds í Ástralíu og Tottenham í Sjanghæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og félagar verða á ferð og flugi næsta sumar.
Pogba og félagar verða á ferð og flugi næsta sumar.
Manchester United er byrjað að tilkynna um hvaða æfingarleiki liðin mun spila fyrir næsta tímabil en óvíst er þó hver verður stjóri liðsins er næsta tímabil gengur í garð.

Nokkrir stórir leikir hafa verið tilkynntir á sumartúr United en þeir munu meðal annars mæta AC Milan þann 3. ágúst á heimavelli Cardiff í Wales. Það verður eitt síðasta prófið áður en úrvalsdeildin hefst.

Ferðin hefst í Ástralíu þar sem þeir mæta Perth Glory 13. júlí og fjórum dögum síðar verður það svo stórveldaslagur er United mætir Leeds. Þessi lið gætu einnig mæst í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, tryggi Leeds sér sæti í úrvalsdeildinni.







United mun ferðast víða og munu þeir leika við Inter Milan í Singapúr þann 20. júlí og fimm dögum síðar við Tottenham í Sjanghæ. Það er því ljóst að þjálfarar og leikmenn verði á ferð og flugi um heiminn en ekki er orðið staðfest hver verður stjóri liðsins.

Líklegast er þó að það verði Ole Gunnar Solskjær, núverandi bráðabirgðastjóri liðsins, en hann er með samning út tímabilið. Reiknað er með að hann verði tilkynntur sem framtíðarstjóri liðsins á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×