Aðeins 25 prósent miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar fara til stuðningsmanna Liverpool og Tottenham og því hafa stuðningsmannafélög beggja liða biðlað til styrktaraðila keppninnar að gefa frá sér miða.
Þau hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins.
„Við biðjum Nissan, Playstation, Gazprom, PepsiCo, Banco Santander, Mastercard, Heineken og Expedia Group um hjálp til þess að laga jafnvægið í miðamálunum sem er mjög ósanngjarnt. Sem aðalstyrktaraðilar keppninnar þá ættu ykkar fyrirtæki að kunna að meta ástríðuna sem fylgir stuðningsmönnum liðanna og búa til stemninguna,“ segir í yfirlýsingunni stuðningsmannanna.
„Margir af þeim stuðningsmönnum sem hafa fylgt liði sínu um alla Evrópu munu ekki eiga kost á því að mæta á úrslitaleikinn. Það myndi lyfta stemningunni á leiknum mikið ef styrktaraðilarnir gæfu eftir miða til liðanna. Við hvetjum svo UEFA til þess að laga þetta jafnvægi í framtíðinni.“
Nú verða stuðningsmennirnir að bíða og vona að vel verði tekið í þessa bón þeirra.
Stuðningsmenn Liverpool og Spurs vilja fá fleiri miða
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn






Valdi flottasta búning deildarinnar
Körfubolti