Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 18:45 Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður, telur að Hatari megi nota tækifærið í Eurovision betur til að gagnrýna stöðuna milli Ísraels og Palestínu. Vísir/Sigurjón Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“ Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum. Hið svokallaða foreldrafélag Hatara fagnaði með íslenska hópnum í Expo-höllinni í Tel Aviv í gærkvöldi. Áfanga var náð. Ísland verður með á úrslitakvöldi Eurovision eftir fimm ára hlé. Foreldrar, makar, ættingjar og vinir Hatara glöddust einnig með tónlistarfólkinu á Dan Panorama hótelinu í nótt. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari sagði á fyrsta blaðamannafundinum ytra að Hatari vonaði að hernámi Ísraels á Palestínu lyki. Síðan þá hefur orðfæri sveitarinnar verið mildara - og það er líka gagnrýnt. Jón Ólafsson tónlistarmaður skrifaði á Facebook í dag að hann hafi orðið sorgmæddur þegar Dana International, sem vann keppnina fyrir Ísrael 1998, hafi boðað frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision. „Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá,“ skrifaði Jón. Arnar Eggert Thoroddsen er einn þeirra landsmanna sem sniðganga Eurovision keppnina með öllu í ár. „Ég tek það skýrt fram að þessi keppni er notuð af ísraelsku ríkisstjórninni til að hvítþvo sig menningarlega svo þeir geti haldið áfram kúguninni á Palestínu sem hefur verið í gangi síðan 1948 og verður verri með hverju ári. Þessi trójuhestur sem Hatari er, ég vona að þeir hnykki betur á þessu á næstu dögum.“Og komi með eitthvað óvænt útspil jafnvel í lokin? „Ja, ef þeir komast fram hjá ísraelsku vörðunum.“
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira