Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 22:00 Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum. Lögreglumál Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum.
Lögreglumál Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira