NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2019 12:30 Heimildarmenn Reuters segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. EPA/PAUL BUCK Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni. Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, hafa varað SpaceX og Boeing við áhyggjum stofnunarinnar vegna hönnunar og öryggis þegar kemur að þróun fyrirtækjanna á eldflaugum og geimförum sem bera eiga menn út í geim. Útlit er fyrir að frekari tafir gætu orðið á því að Bandaríkin geti sent menn út í geim en það hefur ekki verið gert frá Bandaríkjunum síðan geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011. NASA hefur sett út á veikleika í smíði geimfari Boeing sem tengist hitaskyldi farsins og varðandi SpaceX hefur stofnunin sett út á endurhönnun á eldflaug fyrirtækisins eftir að ein slík sprakk árið 2016 og ferli SpaceX varðandi eldsneytisnotkun eldflauga. Sérstaklega það að setja eigi eldsneyti á eldflaugarnar eftir að geimfarar verði komnir um borð. Það vill SpaceX gera svo hægt sé að halda eldsneytinu sérstaklega köldu eins lengi og mögulegt er. Kuldinn dregur úr rúmmáli eldsneytisins og þannig er hægt að koma meira eldsneyti fyrir í eldflaugunum. Bæði Boeing og SpaceX hafa þar að auki átt í vandræðum með fallhlífar geimfaranna. Í skýrslu öryggisráðsnefndar NASA sem gefin var út fyrr í þessum mánuði segir að verulega hæpið sé að fyrirtækin muni geta staðið við áætlanir sínar.Samkvæmt heimildum Reuters eru áhyggjur starfsmanna NASA umfangsmeiri en nefndar eru í skýrslunni.Tveir heimildarmenn fréttaveitunnar segja starfsmenn NASA hafa gert lista yfir atriði sem þeir hafa áhyggjur af og á listunum eru 30 til 35 atriði sem nauðsynlegt sé fyrir Boeing og SpaceX að taka á, áður en hægt verður að senda geimfara með förum fyrirtækjanna. Talsmaður NASA vísaði fyrirspurnum Reuters til fyrirtækjanna tveggja en sagði að öryggi geimfara væri alltaf mikilvægara en að standast áætlanir. Algengt er að áætlanir standist ekki við þróun eldflauga og geimfara.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppFrá Boeing fengust þau svör að búið væri að taka á einhverjum atriðum sem NASA hefur bent á og verið sé að vinna í öðrum. Talsmaður SpaceX sagði eingöngu að fyrirtækið væri að vinna með NASA að því að skapa eitt öruggasta og háþróaðasta geimfar sögunnar. Öryggi geimfara væri í fyrirrúmi. Á morgun munu starfsmenn NASA kanna hvort SpaceX sé tilbúið til að skjóta geimfari sínu, Dragon 2, á loft án geimfara 2. mars. Verkefnið er mikilvægt vegna þess að Bandaríkin hafa verið að greiða Rússum um 80 milljónir dala fyrir hvern geimfara sem sendur hefur verið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá Baikonur í Kasakstan. Bandaríkin hafa ekki keypt sæti fyrir geimfara árið 2020 en NASA sagði þó í síðustu viku að verið væri að íhuga að kaupa tvö sæti árið 2020 til að tryggja að Bandaríkin hefðu aðgang að geimstöðinni.
Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira