Færeyjum lokað vegna viðhalds Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:21 Ferðamönnum verður meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. Vísir/AFP Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar. Færeyjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar.
Færeyjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira