Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað þann 19. desember síðastliðinn og eftir rúmlega tveggja vikna úrkomu er færið ágætt og aðsóknin fín.
Þetta hefur farið mjög vel af stað. Veðrið er búið að vera mjög gott fyrir utan einn dag þar sem snjóaði mikið, annars er þetta búið að vera mjög flott,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Iðnaðarmenn hafa verið í kappi við tímann um að koma nýrri stólalyftu í gagnið. Framkvæmdir fóru á fullt í haust og eru nú á lokametrunum.
„Það er svona rafmagnsvinnan, það eru tengingar og frágangur og þess háttar,“ segir Guðmundur.
Fyrir utan óveðrið fyrir nokkrum vikum hafa veðurguðirnir spilað með í framkvæmdunum.
„Veðrið er búið að vera sérstaklega gott þar til núna síðustu tvær vikur,“ segir Guðmudur.
Nýja stólalyftan endar í eitt þúsund og tuttugu metra hæð og mun gera efsta hluta skíðasvæði-sins aðgengilegri en áður.
„Þetta verður bara bylting, algjör bylting.“
Margar fyrirspurnir hafa borist um hvænær stólalyftan verði tekin í notkun.
„Við erum að stefna að 1.febrúar tökum við lyftuna í notkun Það ætti alveg að sleppa.“