Fótbolti

Skrítin helgi í skoska boltanum: Böku og kókoshnetu kastað inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Tavernier, fyrirliði Rangers, fékk böku í sig í leiknum gegn Motherwell.
James Tavernier, fyrirliði Rangers, fékk böku í sig í leiknum gegn Motherwell. vísir/getty
Motherwell á von á refsingu frá skoska knattspyrnusambandinu eftir að stuðningsmaður liðsins kastaði böku í fyrirliða Rangers, James Tavernier, í leik liðanna í gær.

Bökunni var kastað í Tavernier þegar hann gekk út að hliðarlínu til að taka innkast í fyrri hálfleik.

Bökukastið hafði lítil áhrif á Tavernier og félaga sem unnu öruggan sigur, 0-3. Motherwell á hins vegar væntanlega von á hárri sekt fyrir framferði stuðningsmannsins.

Þetta var ekki eina atvikið í leikjum helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni þar sem einhverju matarkyns var kastað inn á völlinn.

Í Edinborgarslag Hearts og Hibernian á laugardaginn var kókoshnetu kastað inn á völlinn.

Öllu alvarlegra var að reyksprengju var kastað inn á völlinn áður en hann hófst. Leikurinn hófst því ekki á réttum tíma. Hibernian vann leikinn, 1-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×