Jónsi setur kyrrsettu eignirnar á Spítalastíg á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:45 Átta skráðar íbúðir eru í húsunum og 12 útleigurými í notkun. Vísir/rakel Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós, hefur auglýst tíu eignir sínar við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur til sölu. Núverandi heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er rétt rúmar 300 milljónir króna, en á eignunum hvílir kyrrsetningargerð tollstjóra sem nemur 638 milljónum króna. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember 2017 að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavikur í byrjun síðasta mánaðar á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Málinu hefur verið vísað til Landsréttar og eru eignir liðsmanna Sigur Rósar áfram kyrrsettar þangað til dómstóllinn tekur málið fyrir. Það á jafnt við um fyrrnefndar eignir Jóns Þórs við Spítalastíg, sem og einbýlishús trommarans Orra Páls Dýrasonar í Skerjafirði sem einnig hefur verið sett á söluskrá. Á fasteignavef Vísis er eignum Jónsa við Spítalastíg lýst sem „athyglisverðum fjárfestingarkosti í miðbænum.“ Eins og sakir standa séu 8 skráðar íbúðir í húsunum og 12 útleigurými í notkun; ýmist 2ja og 3ja herbergja í búðir auk stúdíóíbúða. Flestar íbúðirnar eru sagðar í góðu ástandi og að margt hafi verið endurnýjað. Ekkert verð er sett á eignirnar heldur er óskað eftir tilboðum. Skeifan fasteignasala Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Samanlagt fasteignamat íbúðanna þriggja er 106,9 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 133,7 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 29,5 milljónir króna. Auk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir, sú fyrri er 301 fermetri að stærð og sú síðari 325 fermetrar. Lóðin við Spítalastíg 6A er metin á rúmlega 13,5 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 16,6 milljónir króna. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Kyrrsetningin tekur jafnframt til þriggja annarra fasteigna; við Fischersund 3, Eyrarbrautar 19 í Árborg og helmingshlutar í Bergstaðastræti 22. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala er ein leið í söluferli sem þessu að lögmenn viðkomandi útfylla yfirlýsingu um leyfi til afléttingar kyrrsetningunni gegn greiðslu andvirðis, eins og um hefðbundið fjárnám væri að ræða. Í þessu tilfelli væri það greiðsla til tollstjóra sem myndi þá fara með vörslu þessa andvirðis þar til niðurstaða fæst í Landsrétti. Andvirði eignarinnar þyrfti að standa undir upphæð kyrrsetningarinnar. Nánar má fræðast um eignirnar á Spítalastíg á fasteignavef Vísis. Fréttin var uppfærð með nánari upplýsingum um söluferlið. SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA Hús og heimili Reykjavík Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós, hefur auglýst tíu eignir sínar við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur til sölu. Núverandi heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er rétt rúmar 300 milljónir króna, en á eignunum hvílir kyrrsetningargerð tollstjóra sem nemur 638 milljónum króna. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember 2017 að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavikur í byrjun síðasta mánaðar á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Málinu hefur verið vísað til Landsréttar og eru eignir liðsmanna Sigur Rósar áfram kyrrsettar þangað til dómstóllinn tekur málið fyrir. Það á jafnt við um fyrrnefndar eignir Jóns Þórs við Spítalastíg, sem og einbýlishús trommarans Orra Páls Dýrasonar í Skerjafirði sem einnig hefur verið sett á söluskrá. Á fasteignavef Vísis er eignum Jónsa við Spítalastíg lýst sem „athyglisverðum fjárfestingarkosti í miðbænum.“ Eins og sakir standa séu 8 skráðar íbúðir í húsunum og 12 útleigurými í notkun; ýmist 2ja og 3ja herbergja í búðir auk stúdíóíbúða. Flestar íbúðirnar eru sagðar í góðu ástandi og að margt hafi verið endurnýjað. Ekkert verð er sett á eignirnar heldur er óskað eftir tilboðum. Skeifan fasteignasala Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Samanlagt fasteignamat íbúðanna þriggja er 106,9 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 133,7 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 29,5 milljónir króna. Auk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir, sú fyrri er 301 fermetri að stærð og sú síðari 325 fermetrar. Lóðin við Spítalastíg 6A er metin á rúmlega 13,5 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 16,6 milljónir króna. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Kyrrsetningin tekur jafnframt til þriggja annarra fasteigna; við Fischersund 3, Eyrarbrautar 19 í Árborg og helmingshlutar í Bergstaðastræti 22. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala er ein leið í söluferli sem þessu að lögmenn viðkomandi útfylla yfirlýsingu um leyfi til afléttingar kyrrsetningunni gegn greiðslu andvirðis, eins og um hefðbundið fjárnám væri að ræða. Í þessu tilfelli væri það greiðsla til tollstjóra sem myndi þá fara með vörslu þessa andvirðis þar til niðurstaða fæst í Landsrétti. Andvirði eignarinnar þyrfti að standa undir upphæð kyrrsetningarinnar. Nánar má fræðast um eignirnar á Spítalastíg á fasteignavef Vísis. Fréttin var uppfærð með nánari upplýsingum um söluferlið. SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA
Hús og heimili Reykjavík Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Sjá meira
Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56
Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00