Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Suso fagnar marki AC Milan í gær. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira