Fögnuðu sæti í Meistaradeildinni með umdeildum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 22:30 Stuðningsmenn upp á skriðdrekanum fyrir leikinn. Getty/Srdjan Stevanovic Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Rauða Stjarnan frá Belgrad tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær eftir 1-1 jafntefli í seinni leik sínum á móti Young Boys frá Sviss. Rauða Stjarnan verður því í pottinum með liðum eins og Barcelona, Liverpool, Manchester City, Real Madrid og Paris Saint Germain þegar dregið verður á morgun. Það var smá stress hjá leikmönnum Rauðu Stjörnunnar í lok leiksins í gærkvöldi eftir að Young Boys jafnaði metin í 1-1 og Serbarnir voru auk þess orðnir tíu á móti ellefu. Rauða Stjarnan hélt út stuðningsmönnum þeirra til mikillar ánægju en liðið fór áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar buðu upp á nýjung fyrir þennan mikilvæga leik. Þeir mættu nefnilega með skriðdreka á svæðið og stilltu honum upp við þann enda vallarins sem hörðustu stuðningsmenn félagsins halda hópinn. Þeir eru kallaðir Delije strákar eða hörðu strákarnir og standa svo sannarlega undir nafni. Þetta bauð líka upp á ákveðin en um leið umdeild fagnaðarlæti hjá stuðningsmönnum Rauðu Stjörnunnar sem fögnuðu upp á skriðdrekanum eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.Red Star players celebrated qualifying for the Champions League by riding on an armoured vehicle. pic.twitter.com/WzEVhBS8Fe — ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2019Skriðdrekinn tók þátt í Júgóslavíu stríðinu og forráðamenn Rauðu Stjörnunnar voru harðlega gagnrýndir fyrir að leyfa þetta uppátæki ekki síst frá fólki frá nágrannaríkjunum Króatíu og Bosníu sem fóru mjög illa út úr stríðinu við Serba. Blaðamenn í Króatíu skrifuðu meðal annars um að þetta væri hrein og klár ögrun og skandall og kölluðu eftir aðgerðum frá UEFA.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira