Fær að hefja nám við Tækniskólann: „Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 10:26 Tækniskólinn í Reykjavík. FBL/Eyþór Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Sextán ára drengur hefur fengið vilyrði fyrir skólavist í Tækniskólanum eftir að skólayfirvöld í Fjölbrautaskólanum í Ármúla treystu sér ekki til að hafa hann við nám þar í vetur. Drengurinn glímir við fötlun en honum var meinað að mæta til náms við FÁ tveimur dögum eftir að skólinn hófst eftir að hann hafði slegið kennara. Móðir drengsins er Anna Guðrún Sigurjónsdóttir en hún segir son sinn hafa fengið skólavist hjá Tækniskólanum en enn á eftir að ráða fólk þangað inn til að sinna syni hennar og því ekki vitað hvenær hann hefur nám. Hafði menntasvið Reykjavíkurborgar milligöngu um að drengur fengi að hefja nám í Tækniskólanum. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Ármúla vildu ekki tjá sig um málið þegar það kom upp fyrr í mánuðinum en skólameistarinn sagði að engum hefði verið vikið úr skóla það sem af er skólaári. Foreldrar drengsins sögðu alveg ljóst að syni þeirra hefði verið vikið úr skóla. Honum var meinað að mæta þangað og því hafi það ekki verið neitt annað en frávísun, en drengurinn átti að stunda nám á sérnámsbraut við FÁ. Anna Guðrún hafði sagt við Vísi að ástæðan fyrir því að FÁ varð fyrir valinu væri sú að þar væri besta sérnámsbrautin en mögulega hafi aðlögunarferlið fyrir son hennar ekki verið nógu langt. Hún segist sátt við þessa lendingu, að sonur hennar hefji nám við Tækniskólann. „Ég hef ekkert á móti Tækniskólanum, það þarf ekkert að vera verra fyrir hann að vera þar. Ég er hins vegar ekki sátt við þessa afgreiðslu hjá Ármúlanum, en úr þessu vil ég ekkert að hann sé þar. Svo lengi sem hann fær skólavist þá er ég glöð.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Foreldrar fatlaðs drengs segja honum hafa verið vísað úr sérnámi FÁ Skólameistari FÁ segir í samtali við Vísi að engum nemanda hafi verið vísað úr skóla það sem af er skólaári. 22. ágúst 2019 17:56