Lífið

Baðst afsökunar eftir að hafa líkt meðstjórnanda sínum við górillu

Birgir Olgeirsson skrifar
Jason Hackett og Alex Housden.
Jason Hackett og Alex Housden.
Það varð heldur vandræðalega uppákoma í morgunþætti bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar KOCO-TV þegar Alex Housden flutti fréttir af górillu í dýragarði í Oklahoma. Á meðan hún sagði frá górillu beindi hún orðum sínum að hinum þáttastjórnandanum, Jason Hackett, þegar hún sagði: „Hann lítur svolítið út eins og þú“.

Hackett svaraði að það væru mögulega einhver líkindi og virtist atvikið sakleysislegt fyrst um sinn en svart fólk hefur í gegnum tíðina oft verið líkt á niðrandi hátt við prímata.

Daginn eftir baðst Housden afsökunar með Hackett sér við hlið. Var hún með tárin í augunum þegar hún bað Hackett og áhorfendur afsökunar á þessum ummælum sínum.

„Ég sagði svolítið í gær sem var tillitslaust og óviðeigandi. Ég særði fólk. Og ég vil koma ykkur í skilning um hversu mikið ég særði ykkur.“

Housden benti á að hún og Hackett væru ekki bara að stjórna þætti saman heldur væru þau einnig vinir utan vinnu. Sagðist hún aldrei særa hann viljandi.

Hackett meðtók afsökunarbeiðni Housden og benti á að hún væri einn af bestu vinum hans. „Það sem hún sagði í gær var rangt. Það særði mig mikið og særði marga í samfélagi okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×