Málvísindamenn fengnir til að rannsaka skilaboð frá mannræningjunum Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 9. janúar 2019 23:12 Húsið, þaðan sem Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt, er að finna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló. AP/Ole Berg-Rusten Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögregla í Noregi vonast til að málvísindamenn geti aðstoðað við að koma lögreglu á sporið í leitinni að þeim sem rændu Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. NRK greinir frá því að margra blaðsíðna skilaboð frá ræningjunum séu til rannsóknar. Norskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að hinni 68 ára Falkevik Hagen, sem gift er einum ríkasta manni Noregs, Tom Hagen, hafi verið rænt þar sem hún var stödd í húsi hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi, austur af Ósló, þann 31. október síðastliðinn, fyrir um tíu vikum. Lögregla hefur átt í samskiptum við mannræningjana og er staðfest að krafa um lausnargjald hafi verið sett fram. Hafa ræningjarnir hótað því að Falkevik Hagen verði ráðinn bani, verði ekki gengið að kröfum þeirra.Talið er að Anne-Elisabeth Falkevik Hagen hafi verið rænt þann 31. október síðastliðinn.APGreitt í rafmyntinni Monero Krafan hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt, Monero. Á blaðamannafundi í morgun lýsti lögregla því yfir að fjölskyldan hafi verið hvött til að láta ekki undan kröfu mannræningjanna. NRK greindi frá því síðdegis að margar blaðsíður með texta hafi fundist inni í húsinu þar sem síðast sást til Falkevik Hagen. „Tungumálasérfræðingar utan lögreglunnar hafa verið kallaðir til til að rannsaka skilaboðin á blaðsíðunum,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni NRK sem starfar innan lögreglunnar.Ráðist á hana í baðherbergi Lögregla segist hafa snúið við hverjum steini í húsinu þar sem talið er að Falkevik Hagen hafi verið rænt. Ekkert bendi til að brotist hafi verið inn í húsið en kenning lögreglu gengur út á að ráðist hafi verið á Falkevik Hagen inni á baðherbergi í húsinu.Tom Hagen hefur auðgast mikið á orkusölu.APAlgjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til í dag og hafa norskir fjölmiðlar setið á málinu í nokkrar vikur vegna rannsóknarhagsmuna.Óhefðbundnar aðferðir Í frétt NRK segir að lögregla hafi beitt „óhefðbundnum aðferðum“ við rannsókn málsins og notast við ómerkta lögreglubíla til að komast til og frá húsinu. Það var Tom Hagen sjálfur sem fann blaðsíðurnar sem séu rannsakaðar, en tæknimenn lögreglu hafa svo fundið fjölda vísbendinga til viðbótar. Á blaðamannafundi í Lillestrøm í morgun sagði lögreglustjórinn Tommy Brøske að ekki lægi fyrir hvar Anne-Elisabeth Falkevik Hagen væri að finna. Hugsanlegt sé að hún hafi verið flutt frá Noregi. Tom Hagen er í 172. sæti á lista fjármálatímaritsins Kapital yfir ríkustu einstaklinga Noregs. Á hann að hafa þénað um milljarð norskra króna á orkusölu síðustu ellefu ár, tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. AP/Tore Meek
Rafmyntir Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02
Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. 9. janúar 2019 11:11