Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:06 Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts í morgun var örlítið ónákvæmt að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira