Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Elvar Már frábær þegar Njarðvík lagði nágrannana Smári Jökull Jónsson skrifar 7. janúar 2019 22:00 Njarðvíkingar hafa unnið sjö leiki í röð. Vísir/Daníel Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. Það var mikil barátta í leiknum í kvöld eins og við var að búast. Bæði lið söknuðu lykilmanna en Guðmundur Jónsson var ekki með Keflavík vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Njarðvíkingnum Loga Gunnarssyni. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhlutann en í öðrum leikhluta voru það Njarðvíkingar sem tóku yfir og náðu góðri forystu. Þeir lokuðu á Keflvíkinga í vörninni sem skoruðu aðeins 11 stig í fjórðungnum. Staðan í hálfleik 50-35 fyrir Njarðvík. Munurinn hélst aðeins inn í þriðja leikhluta en þá náðu heimamenn áhlaupi og minnkuðu muninn. Þeir komust svo yfir í fjórða leikhluta í stöðunni 70-69 og skiptust liðin á að halda forystunni næstu mínútur. Undir lokin voru það hins vegar gestirnir sem voru sterkari. Elvar Már Friðriksson setti risa þrist og kom Njarðvík í 82-78 þegar skammt var eftir. Hann klikkaði reyndar á tveimur vítum á ögurstundu eftir það en bætti fyrir það skömmu síðar þegar hann kom Njarðvík þremur stigum yfir með örfáar sekúndur eftir. Keflavík fékk tækifæri til að jafna en lokaskot Harðar Axels Vilhjálmssonar var slakt og aldrei nálægt því að fara ofan í. Njarðvík fagnaði því sætum sigri og eiga montréttinn í Reykjanesbæ þetta árið eftir tvo sigra í vetur. Af hverju vann Njarðvík?Njarðvík lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik. Þeir leiddu með fimmtán stigum í leikhléi og það kostaði mikla orku hjá heimamönnum að vinna það forskot upp eftir hlé. Gestirnir náðu þar að auki að hvíla sína lykilmenn aðeins meira en heimamenn, hjá Keflavík spila þrír leikmenn meira en 35 mínútur en enginn hjá Njarðvík. Það var dýrt fyrir Keflavík að missa Gunnar Ólafsson af velli með 5 villur undir lokin en hann hafði spilað hverja einustu sekúndu í leiknum fram að því.Þessir stóðu upp úr:Elvar Már Friðriksson var magnaður hjá Njarðvík í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Keflvíkingar réðu ekkert við hann í fyrri hálfleik en tóku aðeins fastar á honum í þeim síðari. Maciek Baginski setti mikilvægar körfur þegar á reyndi og Jeb Ivey sömuleiðis. Hjá Njarðvík var Michael Craion stigahæstur með 33 stig og nýi erlendi leikmaður þeirra, Mindaugas Kacinas kom næstur með 20 stig. Hann byrjaði frekar illa en stig upp í síðari hálfleik og skilaði fínu framlagi.Hvað gekk illa?Keflvíkingar áttu vondan annan leikhluta, hnoðuðust mikið með boltann og skoruðu aðeins 11 stig í leikhlutanum. Það vantaði upp á baráttuna sömuleiðis þó svo að þeir hafi bætt vel í þar eftir leikhlé. Vítin fóru ekki sína leið hjá heimamönnum í dag. Þeir klikkuðu á sjö vítum og munaði heldur betur um það í lokin. Þá verður að setja spurningamerki við lokasókn heimamanna þar sem þeir höfðu tækifæri til að jafna, hún virtist illa skipulögð og endaði með slöku skoti sem var langt frá því að fara niður.Hvað gerist næst?Njarðvík fær Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn á fimmtudag en þar mætir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur sínum gömlu félögum. Þórsarar lögðu Tindastól í gær og gætu hæglega gert Njarðvíkingum skráveifu sömuleiðis. Keflavík heldur áfram í stórleikjunum en þeir halda næst í Vesturbæinn og mæta þar KR. Í kjölfarið fylgja leikir gegn Grindavík og Stjörnunni og þvi eins gott fyrir Sverri Þór og hans menn að vera á tánum. Sverrir Þór: Hrikalegt að taka ekki frákast eftir víti á þessum tímapunktiSverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/ernirSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var auðvitað svekktur eftir tap hans manna í kvöld. „Það var meiri barátta og meiri ákefð í vörninni eftir hlé. Við gerðum hlutina meira saman í sókninni. Það var rosalegt hvað við vorum í miklu hnoði í öðrum leikhluta og það byggði upp forskotið þeirra. Þeir hirtu boltann og keyrðu í bakið á okkur,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru nálægt því að jafna og fengu sénsinn þegar Elvar Már Friðriksson klikkaði á tveimur vítum undir lokin. Elvar Már hirti hins vegar sjálfur frákastið eftir vítin og Njarðvíkingar náðu körfu sem kom muninum í fjögur stig. „Að sjálfsögðu er það gríðarlega svekkjandi. Hann klikkar á tveimur vítum og við fáum séns til að klára leikinn og þá verðum við að ná frákastinu. Það er hrikalegt að taka ekki frákast eftir víti og að ég tala nú ekki um á þessum tímapunkti.“ Mindaugas Kacinas lék sinn fyrsta leik með Keflvíkingum í kvöld og átti ágætan leik, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Keflvíkingar náðu áhlaupi á gestina. „Hann á eftir að hjálpa okkur helling og við verðum bara að halda áfram. Við erum búnir að tapa fyrir Tindastóli, fyrir jól, og svo Njarðvík núna og erum aðeins á eftir þeim. Við þurfum að reyna að bæta okkur og koma klárir. Við erum að fara í leiki gegn toppliðum á næstunni og verðum að spila betur en við gerðum í kvöld. Guðmundur Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og jafnvel talið að hann gæti verið frá fram að úrslitakeppni. „Það kom held ég eitthvað út úr þessu seinni partinn í dag en ég hef ekkert náð að tala við hann. Hann er búinn að vera slæmur í langan tíma og ég býst ekki við honum á næstunni,“ sagði Sverrir Þór en bætti við að hinn skemmtilegti Mantas Mockevicius yrði með Keflavík út leiktíðina en hann fór aftur til Litháen fyrir áramótin til að ganga frá sínum málum þar. Einar Árni: Vil helst að Keflavík sé í öðru sæti en þá verðum við að vera í fyrstaEinar Árni var ánægður eftir sigurinn í kvöld.vísir/vilhelmEinar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var afar sáttur með sigurinn á Keflavík og þá sérstaklega að vinna báða leikina gegn þeim í vetur. „Það er sætt. Ég var spurður að því í góðu tómi hvort maður óski þess að þeim gangi illa. Ég hef alltaf sagt og hef gert í mörg ár að ég vilji að Keflavík sé helst í 2.sæti á Íslandi og þá verðum við að vera í 1.sæti. Það er það fallega við þessa leiki, þetta er mikið stríð og mikill rígur. Fólkið okkar er búið að mæta hrikalega vel í vetur og voru fleiri en Keflvíkingarnir í kvöld,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst okkur líða ótrúlega vel á þessum velli löngum stundum í kvöld. Það var orðið langt síðan við unnum Keflavík og hvað þá á báðum völlum. Það gefur okkur auka kraft en á sama tíma á fullt eftir að gerast í þessu móti og við þurfum að standa klárir á því að það eru tvö dýrmæt stig í boði gegn virkilega flottu Þórsliði í næsta leik.“ Njarðvík leiddi með 15 stigum í hálfleik en heimamenn náðu að komast yfir í 4.leikhluta og viðurkenndi Einar að það fór aðeins um hann. „Ég ætla ekkert að halda einhverju öðru fram. Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn en eins og þeir eiga til á sínum heimavelli þá spiluðu þeir af fullum þunga og voru fastir fyrir í seinni hálfleik. Burtséð frá öllu fannst mér við ekki nógu klókir að halda okkur við skipulagið og fara dýpra inn í sóknirnar, við létum ýta okkur út í eitthvað annað en það sem var að ganga í fyrri hálfleik.“ „Ég er gríðarlega ánægður með að menn sýni karakter og komi til baka. Við náðum fullt af stórum atriðum þarna í lokin sem sigla þessu heim fyrir okkur.“ Njarðvíkingar eru einir á toppnum eftir sigurinn í kvöld en Einar minnti á að mótið væri bara rétt hálfnað. „Það eru tólf umferðir búnar og við getum orðað það þannig að fæstir körfuboltaunnendur gerðu ráð fyrir að Þór myndi vinna Tindastól í gær. Þetta setur okkur í bílstjórasætið og ef við höldum áfram á þessari braut þá er leikurinn gegn Tindastóli í lok mánaðarins orðinn ansi stór og getur sett okkur í góða stöðu,“ sagði Einar Árni að lokum. Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjumElvar Már Friðrikssonvísir/daníel„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. 7. janúar 2019 21:27
Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. Það var mikil barátta í leiknum í kvöld eins og við var að búast. Bæði lið söknuðu lykilmanna en Guðmundur Jónsson var ekki með Keflavík vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af Njarðvíkingnum Loga Gunnarssyni. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhlutann en í öðrum leikhluta voru það Njarðvíkingar sem tóku yfir og náðu góðri forystu. Þeir lokuðu á Keflvíkinga í vörninni sem skoruðu aðeins 11 stig í fjórðungnum. Staðan í hálfleik 50-35 fyrir Njarðvík. Munurinn hélst aðeins inn í þriðja leikhluta en þá náðu heimamenn áhlaupi og minnkuðu muninn. Þeir komust svo yfir í fjórða leikhluta í stöðunni 70-69 og skiptust liðin á að halda forystunni næstu mínútur. Undir lokin voru það hins vegar gestirnir sem voru sterkari. Elvar Már Friðriksson setti risa þrist og kom Njarðvík í 82-78 þegar skammt var eftir. Hann klikkaði reyndar á tveimur vítum á ögurstundu eftir það en bætti fyrir það skömmu síðar þegar hann kom Njarðvík þremur stigum yfir með örfáar sekúndur eftir. Keflavík fékk tækifæri til að jafna en lokaskot Harðar Axels Vilhjálmssonar var slakt og aldrei nálægt því að fara ofan í. Njarðvík fagnaði því sætum sigri og eiga montréttinn í Reykjanesbæ þetta árið eftir tvo sigra í vetur. Af hverju vann Njarðvík?Njarðvík lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik. Þeir leiddu með fimmtán stigum í leikhléi og það kostaði mikla orku hjá heimamönnum að vinna það forskot upp eftir hlé. Gestirnir náðu þar að auki að hvíla sína lykilmenn aðeins meira en heimamenn, hjá Keflavík spila þrír leikmenn meira en 35 mínútur en enginn hjá Njarðvík. Það var dýrt fyrir Keflavík að missa Gunnar Ólafsson af velli með 5 villur undir lokin en hann hafði spilað hverja einustu sekúndu í leiknum fram að því.Þessir stóðu upp úr:Elvar Már Friðriksson var magnaður hjá Njarðvík í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Keflvíkingar réðu ekkert við hann í fyrri hálfleik en tóku aðeins fastar á honum í þeim síðari. Maciek Baginski setti mikilvægar körfur þegar á reyndi og Jeb Ivey sömuleiðis. Hjá Njarðvík var Michael Craion stigahæstur með 33 stig og nýi erlendi leikmaður þeirra, Mindaugas Kacinas kom næstur með 20 stig. Hann byrjaði frekar illa en stig upp í síðari hálfleik og skilaði fínu framlagi.Hvað gekk illa?Keflvíkingar áttu vondan annan leikhluta, hnoðuðust mikið með boltann og skoruðu aðeins 11 stig í leikhlutanum. Það vantaði upp á baráttuna sömuleiðis þó svo að þeir hafi bætt vel í þar eftir leikhlé. Vítin fóru ekki sína leið hjá heimamönnum í dag. Þeir klikkuðu á sjö vítum og munaði heldur betur um það í lokin. Þá verður að setja spurningamerki við lokasókn heimamanna þar sem þeir höfðu tækifæri til að jafna, hún virtist illa skipulögð og endaði með slöku skoti sem var langt frá því að fara niður.Hvað gerist næst?Njarðvík fær Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn á fimmtudag en þar mætir Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur sínum gömlu félögum. Þórsarar lögðu Tindastól í gær og gætu hæglega gert Njarðvíkingum skráveifu sömuleiðis. Keflavík heldur áfram í stórleikjunum en þeir halda næst í Vesturbæinn og mæta þar KR. Í kjölfarið fylgja leikir gegn Grindavík og Stjörnunni og þvi eins gott fyrir Sverri Þór og hans menn að vera á tánum. Sverrir Þór: Hrikalegt að taka ekki frákast eftir víti á þessum tímapunktiSverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur.vísir/ernirSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur var auðvitað svekktur eftir tap hans manna í kvöld. „Það var meiri barátta og meiri ákefð í vörninni eftir hlé. Við gerðum hlutina meira saman í sókninni. Það var rosalegt hvað við vorum í miklu hnoði í öðrum leikhluta og það byggði upp forskotið þeirra. Þeir hirtu boltann og keyrðu í bakið á okkur,“ sagði Sverrir Þór í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru nálægt því að jafna og fengu sénsinn þegar Elvar Már Friðriksson klikkaði á tveimur vítum undir lokin. Elvar Már hirti hins vegar sjálfur frákastið eftir vítin og Njarðvíkingar náðu körfu sem kom muninum í fjögur stig. „Að sjálfsögðu er það gríðarlega svekkjandi. Hann klikkar á tveimur vítum og við fáum séns til að klára leikinn og þá verðum við að ná frákastinu. Það er hrikalegt að taka ekki frákast eftir víti og að ég tala nú ekki um á þessum tímapunkti.“ Mindaugas Kacinas lék sinn fyrsta leik með Keflvíkingum í kvöld og átti ágætan leik, sérstaklega í þriðja leikhluta þegar Keflvíkingar náðu áhlaupi á gestina. „Hann á eftir að hjálpa okkur helling og við verðum bara að halda áfram. Við erum búnir að tapa fyrir Tindastóli, fyrir jól, og svo Njarðvík núna og erum aðeins á eftir þeim. Við þurfum að reyna að bæta okkur og koma klárir. Við erum að fara í leiki gegn toppliðum á næstunni og verðum að spila betur en við gerðum í kvöld. Guðmundur Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og jafnvel talið að hann gæti verið frá fram að úrslitakeppni. „Það kom held ég eitthvað út úr þessu seinni partinn í dag en ég hef ekkert náð að tala við hann. Hann er búinn að vera slæmur í langan tíma og ég býst ekki við honum á næstunni,“ sagði Sverrir Þór en bætti við að hinn skemmtilegti Mantas Mockevicius yrði með Keflavík út leiktíðina en hann fór aftur til Litháen fyrir áramótin til að ganga frá sínum málum þar. Einar Árni: Vil helst að Keflavík sé í öðru sæti en þá verðum við að vera í fyrstaEinar Árni var ánægður eftir sigurinn í kvöld.vísir/vilhelmEinar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur var afar sáttur með sigurinn á Keflavík og þá sérstaklega að vinna báða leikina gegn þeim í vetur. „Það er sætt. Ég var spurður að því í góðu tómi hvort maður óski þess að þeim gangi illa. Ég hef alltaf sagt og hef gert í mörg ár að ég vilji að Keflavík sé helst í 2.sæti á Íslandi og þá verðum við að vera í 1.sæti. Það er það fallega við þessa leiki, þetta er mikið stríð og mikill rígur. Fólkið okkar er búið að mæta hrikalega vel í vetur og voru fleiri en Keflvíkingarnir í kvöld,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst okkur líða ótrúlega vel á þessum velli löngum stundum í kvöld. Það var orðið langt síðan við unnum Keflavík og hvað þá á báðum völlum. Það gefur okkur auka kraft en á sama tíma á fullt eftir að gerast í þessu móti og við þurfum að standa klárir á því að það eru tvö dýrmæt stig í boði gegn virkilega flottu Þórsliði í næsta leik.“ Njarðvík leiddi með 15 stigum í hálfleik en heimamenn náðu að komast yfir í 4.leikhluta og viðurkenndi Einar að það fór aðeins um hann. „Ég ætla ekkert að halda einhverju öðru fram. Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn en eins og þeir eiga til á sínum heimavelli þá spiluðu þeir af fullum þunga og voru fastir fyrir í seinni hálfleik. Burtséð frá öllu fannst mér við ekki nógu klókir að halda okkur við skipulagið og fara dýpra inn í sóknirnar, við létum ýta okkur út í eitthvað annað en það sem var að ganga í fyrri hálfleik.“ „Ég er gríðarlega ánægður með að menn sýni karakter og komi til baka. Við náðum fullt af stórum atriðum þarna í lokin sem sigla þessu heim fyrir okkur.“ Njarðvíkingar eru einir á toppnum eftir sigurinn í kvöld en Einar minnti á að mótið væri bara rétt hálfnað. „Það eru tólf umferðir búnar og við getum orðað það þannig að fæstir körfuboltaunnendur gerðu ráð fyrir að Þór myndi vinna Tindastól í gær. Þetta setur okkur í bílstjórasætið og ef við höldum áfram á þessari braut þá er leikurinn gegn Tindastóli í lok mánaðarins orðinn ansi stór og getur sett okkur í góða stöðu,“ sagði Einar Árni að lokum. Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjumElvar Már Friðrikssonvísir/daníel„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. 7. janúar 2019 21:27
Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. 7. janúar 2019 21:27
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti