Stöðum Dunkin' Donuts á Íslandi hefur öllum verið lokað Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2019 13:11 Fyrsti staður Dunkin' Donuts opnaði í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019 Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Öllum stöðum Dunkin‘ Donuts á Íslandi hefur nú verið lokað, en sölustaðnum í Kringlunni var lokað um áramót. Þetta staðfestir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, í samtali við Vísi. „Það var tekin ákvörðun um að loka Dunkin‘. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að rekstrarkostnaður hefur verið hár. Kostnaður við framleiðslu hefur verið of mikill og við stóðum frammi fyrir því að þurfa að hækka verð mjög mikið eða slaufa þessu.“ Sigurður segir að viðtökurnar í upphafi verið mjög fínar og að fyrirtækið hafi fengið fullt af viðskiptavinum. „Við erum búin að verðleggja okkur svipað og í Danmörku og í Svíþjóð, en það var ekki nóg. Við treystum okkur ekki í að hækka verð svo við tókum ákvörðun um það að loka.“Löng biðröð við opnun Mikið var talað um það þegar fyrsti Dunkin‘ Donuts staðurinn opnaði á Laugavegi í ágúst 2015. Myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum.Sjá einnig: Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“ Sigurður segir að vel hafi gengið eftir að fyrsti staðurinn opnaði á Laugavegi. „Þar var mjög mikið að gera og við fengum mjög mikið af fólki. Framleiðslukostnaðurinn var hins vegar hár þar sem voru miklar launahækkanir síðastliðin ár og svo var að sjálfsögðu hár húsnæðiskostnaður. Svo var launahlutfall hátt og það gekk einfaldlega ekki upp.“ Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða komu Dunkin‘ Donuts til landsins í apríl 2015 var sagt frá því að dótturfélag Drangaskers, dótturfélags 10/11, hafi gert sérleyfissamning við móðurfélag Dunkin‘ Donuts um opnun alls sextán veitingastaða á landinu fram til ársins 2020. Staðnum á Laugavegi var lokað í október 2017. Lokuðu vöruhúsinu í Klettagörðum Sigurður segir að ákvörðunin um lokunina í Kringlunni hafi komið í kjölfar einföldunar á rekstri Basko, sem rekið hefur staði Dunkin‘ Donuts. „Við höfum verið að selja eignir til Samkaupa. Það kláraðist nú í desember. Hluti af því er líka að við lokum vöruhúsinu í Klettagörðum þar sem Dunkin‘ framleiðslan hefur verið ásamt öðru. Þegar við tókum ákvörðun um að fara út úr vöruhúsinu er líka tekin ákvörðun um að Dunkin‘ verði ekki áfram hjá okkur í stað þess að færa framleiðsluna annað.“ Fyrirtækið hefur einnig selt kleinuhringi í Leifsstöð, í Fitjum í Reykjanesbæ, í Hagasmára og í Kringunni. „Við höfum lokað þeim öllum,“ segir Sigurður. Aðdáendur kleinuhringja Dunkin Donuts þurfa þó ekki að örvænta því Sigurður segir að kleinuhringir Dunkin‘ verði áfram seldir í verslunum Basko, 10/11 og Kvikk, frá og með næsta mánuði. „Þeir koma fullbúnir að utan og við munum selja þá eins og hverja aðra vöru.“Það er búið að loka báðum Dunkin’ Donuts stöðunum á Íslandi og það er enginn að tala um það? pic.twitter.com/1wDIUeBZRv — Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 4, 2019
Neytendur Reykjanesbær Veitingastaðir Tengdar fréttir Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45 Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Dunkin' Donuts á Laugavegi lokar Tvö ár eru síðan staðurinn opnaði við mikla viðhöfn. 30. október 2017 15:45
Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður í dag í Hagasmára í Kópavogi. 3. mars 2016 07:00
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20