Innlent

Rannsaka fleiri hótanir frá sama einstaklingi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsnæði vinnumálastofnunar var lokað í morgun eftir að hótanir bárust stofnuninni í tölvupósti.
Húsnæði vinnumálastofnunar var lokað í morgun eftir að hótanir bárust stofnuninni í tölvupósti.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fleiri hótanir sama aðila og hótaði árás á Vinnumálastofnun í dag. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Hann segir grun um að viðkomandi hafi hótað fleiri stofnunum og einstaklingum.

Lögregla vill ekki gefa frekari upplýsingar um efni hótananna eða yfir hversu langt tímabil þær hafa verið sendar. Í tilkynningu frá lögreglu vegna hótunar sem einstaklingurinn sendi Vinnumálastofnun í tölvupósti í morgun kom fram að hann sé staddur erlendis og að málið sé unnið í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld.

Húsnæði Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1 var lokað og haft var samband við lögreglu þegar hótunin barst. Þá var starfsfólk beðið um að halda sig frá gluggum og dregið var fyrir þá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×