Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:32 Vopnaðir lögreglumenn á skrifstofu fréttamiðilsins La Confidencial sem var lokað 14. desember. AP/Alfredo Zuniga Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað. Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað.
Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44